Fróði - 01.09.1913, Side 1
!
s
.
FROÐi
Gefinu út á Givili annan hvorn mánuS, 64 hls.
Útgefandi: M. J.SKAPTASON,8i EuguineSt., Norwood Grove
111. árgangur GIMLI, Sept.—Okt. 1913. 1. hefti.
Byron.
Herra Byron sat á sæti einu í garðinum, það var skemti-
garður í stórborginni New York. Hann laut áfram, studdi
höndum á kné og var hugsi.
Skórnir hans voru orðnir slitnir og óburstaðir, pokar voru
farnir að myndast um hnén á buxunum, og hatturinn var farinn
að eldast. Áður höfðu þetta veriö falleg föt, nu voru þau máð
og slitin. Og ein 11 cent í vösunum, það var nú aleigan.
Hann hafði fengist við ritstörf, blaðamensku og skáldskap,
skrifað smásögur í blöðin. Þær þóttu góðar í smáborginni, þar
sem haVin liafði alist upp. En svo vildi hann komast hærra, og
ætlaði að leita gæfu og frægðar í þessari stóru borg. Þar voru
þá milión íbúar. En það fór sem margt annað, öðruvísi en
ætlað var.
Hann var ungur, laglegur, ljóshærður með blágrá augu,
enni mikið og vel vaxinn, meðalmaður á hæð, allur lipurlegur
og fjörlegur.
En nú var hann í þungum hugsunum. Það hafði alt geng-
ið öfugt upp á síðkastið. Stórborgin hafði brugðist honum, og
nú vissi hann ekki hvað hann skyldi til bragðs taka. Hann sá
engan veg út úr vandræðum sínum. Hann var orðinn svangur