Fróði - 01.09.1913, Side 23
FRÓÐI
23
'fótatakiö lóttara, brosið kemur á varirnar, augun veröa fjörlegri,
þa5 eins og lýsir af öllum svipnum.
En á upphleyptum palli í miöri stærstu stofunni situr hann
kyrr og þögull, þessi hinn dularfulli, þaö er einhver ljósbjarmi um
hann, eöa ský. Hann situr við stærsta boröið og er sem ótölu-
legur fjöldi rafþráða liggi þangað. Ilann sést óglögt fyrir ljós-
bjarmanum eða skýinu um liann, en viö hverja hans minstu hreyf-
ingu titra tugir eða hundruð strengja og hundruð og þúsundir
þjóna þjóta á stað að gegna skipunum hans. Hann einn er róleg-
ur og þegir. ,
Sjálfur þegir hann og honum stekkur ekki bros, en þó býr
hann til brosiö á vörurn þess, sem talar. Iiann sendir hugmndir
og hugsanir sem örvadrífu inn í liuga áheyrendanna, þann kveikir
hjá þeim þær hugsanir, eftirlanganir og vonir, sem honutn sýnist,
hann vekur brosið á vörum þeirra, hann kveikir hatrið í huga
þeirra, hann neyðir þá til að æpa og hrópa. Þáð er sem hann hafi
vald yfir hugsunum og hreyfingum þeirra. Og um Ieið og hann
er að gjöra þetta, þá er hann að kalla á þjónana, senda þeim raf-
skeytin i hundraðatali, að sækja nú þessa hugmyndina, þessa end-
urminninguna; og í hópatali þjóta þeir á stað, að leita í hinurn
fjöldamörgu sölum, stundum verða þeir að fara aftur og aftur,
jafnvel niður í undirdjúpin, þar sem ruslinu og hintim óljósu hug-
myndum er fle)rgt. Stundum er það svo óljóst, sem þeir eiga að
sækja, að þeir verða að finna fyrst einhverjar skyldar hugmyndir,
hugsanir eða atburði, og finni þeir þær, þá verða þeir að feta sig
áfram frá einni til annarar, eins og væru þeir að lesa sig eftir
keðju, eða kaðli, hönd fyrir hönd, þangað til loksins, að þeir koma
að hinni réttu hugmynd eða hugmyndaflokki.
En fari nú svo að þeir geti ekki fundiö hinar réttu hugmyndir,
æða mislukkist þeim á einn eða annan hátt, að senda þær til radd-
færanna, eða ef að fréttaþræðirnir, sem flytja þær frá abalskrif-
stofunni til raddfæranna, bila á einn eða annan hátt, þá vefst hin-
um talandi manni tunga um tönn. Hann strandar og veitt ekkert
'hvað hann á að segja.
Ég horfði steinhissa og undrandi á þetta alt saman, og spurlí^