Fróði - 01.09.1913, Side 38

Fróði - 01.09.1913, Side 38
38 FRÓÐI sér í hugarlund, aS hann ef til vill neyddist til aö hafa náttstaS á hóndabæ, þar sem ost- og geita-lykt ætlaSi aS steindrepa hann. Bónda mundi hann gefa næsta morgun stór-fé, svo karl nær því félli í ómégin af undrun, þó ágjarn væri. Dóttir mundi hann eiga, hina fríðustu sýnum. Henni' léti hann kenna, uns hún yrSi heims- fræg söngkona. Karli skyldi hann gefa frjósaman landskika meS stórhýsi á. 'Þessi fjölskyldi myndi á hverjum morgni falla á kné og senda brennandi bændir í hæSir upp fyrir sálu hans. Hann þekti ekkert jafn-ánægjulegt sem þaS, aS ausa velgerSum yfir fátækt fóik, er einkis ætti sér von . En, þar aS auki þótti honum mjög vænt um geitur. Geit hafSi veriS fóstra hans. Henni þakkaSi hann lcarlmensku sína og fimieik, cSa, nákvæmar sagt, mjólkinni úr henni. Á meSan hann reiS all-hratt inn í þokuna, var hann aS reyna aS rifja upp fyrir sér, hvort liann min,tist aS hafa gert nokkrum manni nokkuS til meins vísvitandi, og er honum tókst þaS ekki, breiddist friSar- og ánægju-blæja yfir rómverska keisara-andlitiS hans. “Biddi”, mælti hann á ensku — hryssan var írsk, en skyldi þolanlega ensku —, “þetta er ekki vanaleg, rómversk þoka. Þetta er ósvikin þoka, sem Tiber-fljótiS hefir sogiS úr sjónum salta og dreift yfir landiS. Þú getur fundiS fisklyktina. ViS erum viss meS aS villast duglega og lengi. Þú færS ekki volga malt-stöppu i kvöld.” Asabri lá rcyiwlar ekki úti um nóttina. En hvaS þaS snerti, aS villast gersamlega, þá fékk hann þá ósk sína uppfylta. En tvent var þaS, er hann ekki hafSi tekiS meS í reikninginn. Þaö var miSdegisverSur og kveldverSur. Um miSdegiS var 'hanti sæmilega svangur. Um kveldiS var hann nær því f riSlaus af hungri, “GuS minn góSur!” hugsaSi hann. “ViS hefSum átt aS rekast á eitthvaS, allan þennan tíma!” Biddi hefSi, meS fullum sanni, getaS svaraS honum á þessa leiS: “Þiöklc sé ySur fyrir þaS, aS eg hefi rekiö mig sæmilega oft á, og haft nóg af hnjótum og grjóti, til þess aö rasa um.” En hun þagSi. Þar á móti hóf hún upp höfuSiS, sperti eyrun og fældist aö mun. Hún fæklist samt meS mestu gætni, því aS í þreifandi myrkri

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.