Fróði - 01.09.1913, Page 45

Fróði - 01.09.1913, Page 45
FROÐI 45 Hann kvaddi1 þá meö handabandi, sté á bak Biddi og hélt á staí innilega glaSur. 'Þá er hatm kom til Róm, hélt hann rakleitt til hallar sinnar; sannfæröi þjón sinn Luigi, um þaö, aS engin hætta væri á ferSum. Hann fór í bað, skifti klæSum, borSaöi morgunverS, og hélt svo til sjúkrahúss “Trúar hinna nanSstöddu”. Hann fann sjúkrahúss- ráöskonuna, gaf henni leðurpokann meö fé ræningjanna og mælti: “Gjald fyrir syndir mínar; ég hefi verið aö ljúga i alla nótt.” Því næst hélt hann til hins mikla bankahúss, og sendi eftir gjald- keranum, ■ “fJtbúiö fyrir mig þrjá bögla’’, mælti hann, “og IátiS 50,000 lira * hvern þeirra.” Næsta dag hélt hann út úr Rómaborg í skraut-bifreiö siinni og ók i hægöurn sinum eftir Appia-veginum. Hann haföi mikiö af ijúffengum krásum og kampavíni meðferðis. Peninga-böglunum gleymdi hann ekki. ' Ræningjarnir þrír komu nú fram úr skóginum. IÞ'eir höfött Iiaft svo mikiö viö að raka sig og jafnvel þvegiS sér líka. Sjáan- lega höföu þeir búist skástu klæðum sínum. Hinn yngsti, er ást- fanginn var, hafði skrýtt sig hálsbindi. Asabri stöðvaði bifreiðina. “Hittumst heilir”, mælti hann. “Alt er á besta vegi. Vilt þú gera svo vel og sitja hjá mér”, mælti hann við hinn “fáorða”. Hinir sitja að baki okkar. Fyrst förum viíS og skoðum landspilduna, þar sem fikjur og vinber spretta á'. ViS kaupum hana og tökum morgunverð undir elsta fíkjutrénu. Þáð litur út fyrir hita í dag.” “Hún er spottakorn fyrir sunnan Rómaborg,” svaraði hinrt “fáorði”. En þar sem báturinn, er vin minn langar til að ná í, er þar rétt hjá, þá drepum við tvær flugur í einu höggi, meö þvi að fara þangað. En — með allri viröingu fyrir yöar hágöfgi, — má ég spyrja, hafiö þér náð í auöæfi yöar aftur?” “Og yöar líka”, svaraöi Asabri. “Ég er nú eins ríkur og ég' hefi nokkru sinni veriö, aö undanskildum hér um bil hundraö og fimtíu þúsund lirum, sem ekki er vert aö minnast á.”

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.