Fróði - 01.09.1913, Page 62

Fróði - 01.09.1913, Page 62
62 FRÓÐI í raun og veru er engin þörf á því fyrir tæringarveika menn, að fara í fjarlæg ríki til að komast á eitt eöur annaö heilsuhæliö. Menn geta alveg eins læknast heima hjá sér. Eina ástæðan til þess er sú, að þar er hann nauðugur viljugur látinn halda vissar reglur, hafa svo og svo miklar líkamsæfingar—eða þá fullkomna hvíld, látinn neyta vissra fæðutegunda, en haldið frá honum öðrum fæðutegundum, sem hann kannske í flónsku sinni hefur mestmegnis lifað á. Á heilsuhælinu verður hann að gjöra eins og honum er skipað, eða fara burtu og strika brokkandi í gröf sína, eins og fjöldi manna gjörir. Sem dærni þessa má geta þess, að eitt atriði í atriði í lækning tær- ingar er það, að sjúklingurinn hafi fullkomna hvíld. En við hvíld skilja menn vanalega það, að vinna ekki þunga eður erfiða vinnu. Og svo eru þeir að gjöra allra handa létt verk, sem þeir kalla, ef þeir eru heima hjá sér, já, eru að því allan daginn frá morgni til kvölds. Þetta kalla þeir hvíld, en, séu þeir á heilsuhæli, þá eru þeir látnir liggja hreifingarlausir í rúminu kannske allan daginn. Það er þar kallað, að hvíla sig. Og svo er fæðan, sem eiginlega varðar mest af öllu en sem menn alment eru hirðulausastir um. Menn halda, að alt sé gott, sem í mag- ann kemur. Og svo moka menn í hann þeim fádænra kynstrum, þang- að til menn liggja magnlausir af offylli, kannske þegar þeir ættu að svelta, eða þá, að menn svelta sig, þegar þeir ættu að borða sem mest af rétturn og hentugum fæðutegundum. En hvað manni sé hentugast, hafa menn ekki meira vit á, en hvolpurinn á stjörnufræði. En í tæringunni er það nauðsynlegt, að eta sem mest, en ekki af allrahanda rusli, heidur af vissunr, sérstökum fæðutegundum. Menn verða aö éta til þess að styrkja hin hvítu blóðkorn, éta svo að þau fjölgi í milíónatali. Undir því er velferð mannsins komin. Og svo er loftið. Meðalmaður þarf 2,600 gallónur af hreinu, góðu lofti á hverjum sólarhring. En aldrei ríöur honurn eins mikið á því, eins og þegar hann er veikur af tæringu. “Jú, ég held við viturn það,” segir rnargur maðurinn. “Ég boraði gat á gluggakarminn með þá- þumlungs nafar, og þarna getur loftið streymt inn í herbergið til hans Jóns litla. Læknirinn skipaði mér að láta hann hafa nóg loft, því hann var veikur af tæringu.” En slíkt er broslegt. Maðurinn átti að

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.