Fróði - 01.09.1913, Page 66
66
FRÓÐI
ári hverju, aö menn hafa veriö byrja'Sir á slætti fyrir 3ja ágúst
og stundum viku fyr.
Menn eru sem börn, og hafa sárfáir hugmynd um, hvaöa fram-
tíS þessar víölendu sveitir eiga. Þarna vex skógurinn, hæfilegur
•sem markaðsvara, alla leiö norður að íshafinu. Þar er balsam
viður, tamrak, hvitur popli, birki fura, svört og hvít alla leiö til
McPherson, en það er á 68 gráöu, norður undir ósum aS kalla
má. Þarna eru víSa fossar miklir og strengir, sem beisla mætti.
Þarna er mjög víöa jörSiu full af gasi. Þama er kopar, silfur
gypsum, galena, eður járnmálmur. Gull hefir þar og fundist, en
ógjörla vita menn hvaS mikiö er af því. Þarna eru saltnámur og
svo mikiS af tjörusalti eSur asfalti aö steinleggja mætti hvert eilt
stræti í hverri einustu borg og bæ i öllu Canadaríki, og væri eng-
inn þuröur.
Kol. Þar eru kol í jörðu svo mikil aö víöa standa þau út úr
árbökkum og landbrotum. Sjást bændur oft hlaöa vagna sína af
kolum úr bökkunum, því þeir þurfa þá ekki aö grafa eftir þeiin
og keyra þau heim til sín. Eru þaö linkol. En viö Smoky River,
sem er fljót eitt í Peace River dalnum, eru nýftmdin kol, biljón
tonna, sem eru jöfn hinum allra bestu harökolum. Þau eru eitt-
hvaS 260 mílur norövestur af Edmonton. Maöurinn sem fann þau
var Dr. Edward Iloppe frá Oakland Californiu. Þaö veröa eitt-
livaö 40 mílur frá aöallínu Grand Trunk brautarinnai og kunnugir
menn (experts) hafa sagt, aö þaö væru regluleg harðkol, betri
jafnvel en Pennsylvaniu harðkolin. KolalandiS þar nær yfir 3,200
elcrur og er þar sem mælt hefir veriö 20 fet á þykt. í félagi viö
Dr. Hoppe er Paul nokkur Isenburg, stórauöugur maöur frá
Honolulu. Og ætla þeir bráölega aö fara aö grafa kolin í stórurn
stíl.
Á seinasta þingi í Ottawa fengu þeir leyfi (charterj til aö
byggja járnbraut þangaö til aö flytja kolin úr námunum, og var
sagt aö stjórn Þjóðverja stæöi þar á bak við, þvi liún þarf ósköpin
öll af kolurn fyrir skip sín á kyrrahafinu, herskip og önnur, en
stutt til hafna vestur í British Columbia. Og þegar Panama skurö-
urinn er skipgengur oröinn, búast þeir viö aö geta sent kynstur
mikil af kolum sjóleiö frá Vancouver til Þýzkalands.
Hvaö fjörusandinn eöa asfaltiö snertir, þá er þaö víst, aö
enska stjórnin heima á Englandi, er aö hugsa um aö grafa eftir
olíu í sandlög þessi hin miklu, því aö þaö bregst sjaldan, aö þar