Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 42

Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 42
Um slátrun. Margir hjer á landi eru nú farnir að viðurkenna, að skepnur þær, sem pjóna þeim og eru lífsbjörg þeírra, eigi betra skilið en þær liaf'a átt áður að venjast; þannig er nú víða vaknaður áhugi á því, að breyta til með slátrun- araðferð búpenings, en ekki eru mcnn þó emi búnir að átta sig á, hver að- ferðin só heppilegust. Flestir kannast við það, að hálsskurður er hroðaleg og kvalafull affifan, en vegna vanans kynoka mcnn sér þó við að taka upp aðra aðferð. Mín skoðun er sú, að alla stórgripi ætti að skjóta, en rota sauðfje. Reyndar væri æskilegt að hver búandi maður ætti skammbyssu til að skjóta með sauðfjenað sinn, en jeg er hræddur um að flestum þvki það of kostnað- arsamt, og jeg álít það þess vegna árangurslítið að fara fram á það í bráð; auk þess er sú slátrunaraðfei ð eigi heppileg í sumum tilfellum, t. d. í slát- urtíð í kaupstöðum á haustin, þegar daglega er slátrað mörgum hundruðum sauðkinda, skothríð sú, sem af svo niiklu drápi leiddi, mundi lftt þolandi fyrir bæjarbúa og fyrir skepnur þær, er dauðans biðu þar á staðnnm. A sveita- heimilum þyrfti þetta hvorugt að verða til fyrirstöðu, og væri þvf æskilegt að framtakssamir dýravinir reyndu þessa aðferð jafnlramt helgrímnnni til þess að fá reynslu fyrir þvf, hvora aðferðina menn almennt yrðu viljugri að taka upp. Rothögg er jafngott byssuskoti, eí hvorugt misheppnast. Helgrím- an er að eins hjálparverkfæri til þess að hylja sjón skepnunnar og gera rot- höggið óskeikulla, og er sjálfsagt að nota hana eingöngu, þegar slátrað er í kaupstöðum á baustin. Hina svo nefndu svœfing het jeg áður meira þekkt af afspurn en eig- in reynslu, þangað til jeg næstliðinn vetur lagði stund á að aðgæta ástand skepnanna eptir að búið var að svæfa þær. .Jeg komst þá að þeirri niður- stöðu, að jeg ekki þori að ráða til þeirrar slátrunaraðferðar fyr en hún hefur verið ýtarlega rannsökuð. Jeg gat sem sje ekki betur sjeð, en að skepnan hefði nokkra meðvitund og tiifinning þangað til nærfellt hcltningur af blóði var runninn úr henni, en hvort sú tilíinning hefur verið sár eða kvalafull, skal jeg ekki dæma um, fyr en það verður. gjör rannsakað. Það er eðlilegt að skepnan detti str.tx niður þegar mænan er skorin sundur, og geti ekki brotizt um, en hætt er við að breytingin á heilanum og taugum þeim, sem liggja um höfuðið, sé minni en menn í fljótu bragði ætla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.