Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 4

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 4
174 Uppreisnarmaður. IÐUNN Þá kverið sína þraut og þjáning býr og þangað til hver mínútan er dýr, með hönd á forki — fræðin vor í hinni. Þar hljómar loks hið lengi þráða slag! Oss latínan ei pínir meir í dag. — Nú ríður á að hraða heimför sinni. En kennarinn er ekki búinn enn, og augnablikin fljúga — tvenn og þrenn, unz korterið er þrotið. — Þá er heima! Um bekkinn læddist mögl og muldur hljctt, — en meistarinn leit við — og alt varð rótt. Þá gerðist það, sem eg mun aldrei gleyma. Þá stóð upp einn —, er sérhver hokinn hékk —, sem hafði sæti inst á fremsta bekk, næst kennaranum allra innan gætta. fiann mælti fast, með friðsamlegri ró, með fullri kurteisi, en einbeitt þó: „Það mætti ei biðja meistarann að hætta?“ Hve djarft — af sveini, er frjálsrar fræðslu nautl Hann framan í sig /íka svarið hlaut. Það var sem allir gengjum vér á glóðum, er fimtán ára unglingurinn hratt við armlegg harðstjórans, sem næstum datt, og keikur stóð með vöngum reiðirjóðum. Þá sauð fyrst upp úr. Sjálfur rektorinn kom svipþungur og hátiðlegur inn, með einum hætti brotið mátti mýkja:

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.