Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 5
IÐUNN
Uppreisnarmaður.
175
Með auðmjúklegum afsökunum strax
og opinberri hirting sama dags
til aðvörunar — annars burtu vikja.
Vér athuguðum andlit félagans.
Þar orusta var háð um forlög hans.
Hvort skal þann kaleik tæma — eða tregðast?
Hans framtíð veltur öll á einu hér,
því enga fræðslu keypt hann getur sér,
ef hérna skyldi skólavistin bregðast.
Hann hefir gáfur, þráir þekking mest
og þýðir Cæsar al/ra pilta bezt,
til vegs og stöðu strax hann lagði drögin.
Hann hefir dreymt um háan mentaveg,
— en hér er engin læging möguleg.
Nei, þá er betri sjórinn eða sögin!
Það var oss langt og leitt að heyra og sjá.
Vér litum roða og fölva skiftast á
á kinnum hans, hann mátti varla mæla. —
Svo stamaði hann aðeins út úr sér:
„Ég ætla bezt að vera ei lengur hér“.
„Svo farið þér!“ Og hurðin skall á hæla. —
Hann farinn var. En seinna sagt var frá,
að sést hann hefði næstu grösum á
í sótugri’ úlpu og ekki hreinn í framan.
Og hvíslað því með leynd og vorkunn var
í verksmiðju hann hefði ráðist þar,
hjá Bolinder, — svo bar þeim f/es/um saman.