Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 6

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 6
176 Uppreisnarmaður. IÐUNN Um upphlaupsmannsins nafn slík nepja stóð sem næddi gola af kaldri vetrarslóð og færi um heita stofuloftið straumum. tiinn vilti fugl, er þoldi ei búr né bönd, flaug burt, á veruleikans auðu strönd. Vér hinir sátum heima yfir draumum. Já, draumum! Hvar sem flett var blaði í bók hin bjarta hetjufylking við oss tók, Tell, Washington og Brútus — einn af öðrum. tive fagurt var í fornum skræðum þeim þær frelsishetjur mega sækja heim og hefja sig til flugs á þeirra fjöðrum. Og undir frelsismerlqum leið vor /á með leiðtogunum æðra heimi frá, sem sagan hafði fléttað frægðarsveiginn. Og enginn kom í úlpu kolamanns með ónotalegt vottorð sannleikans, — að lærdómur og líf fer hvort sinn veginn. Magnús Asgeirsson þýddi.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.