Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 7

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 7
lt)UNN Tvær konur. Erindi flutt á aðalfundi Ungmennasambands Skagafjarðar vorið 1926. Kæru félagsbræður! Mig skyldi ekki undra þótt yður dytti í hug, að ég sé ekki með öllum mjalla, er ég nú segi yður, að þess- ar tvær konur, sem ég hefi lofað að segja yður frá, eru ærið óljósar í meðvitund minni. Eg skal trúa yður fyrir því strax, til þess að þér búist ekki við neinum æfisögum, að ég veit alveg sáralítið um þær. Til dæmis veit ég aðeins um nafn á annari þeirra. Og til þess að sýna yður fulla hreinskilni, segi ég yður það, í trúnaði auðvitað, að eg efast allmikið um að þær hafi nokkurn- tíma verið til. Þér sjáið á þessu, að þær eru dularfullar eins og æfintýri. En þær geta verið eins hugðnæmar fyrir því. Það er með kvenfólkið eins og fegurðina, sem skáldið kveður um, að Fegurð hrífur hugann meir ef hjúpuð er, svo andann gruni enn þá fleir en augað sér. Þér þekkið öll gamla vísu, ómerkilegan húsgang, sem lifað hefir á vörum þjóðarinnar marga mannsaldra. Eng- inn veit hve marga. Vísan er svona : Einu sinni átti’ ég hest ofurlítið skjóttann. Það var sem mér þótti verst þegar dauðinn sótt ’ann. Það er trú mín, að það sé eitt af meginlögmálum til- verunnar, að það lifi, sem á skilið að lifa. Þessi vísa er mér ein sönnun þess. En hvers vegna lifir hún ? Hún

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.