Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 12
182 Tvær konur. IÐUNN mér að gera. Ég var reynslulaus og óráðinn unglingur, eins og flestallir stúdentar eru. Helst myndi ég hafa kosið annað nám, sem ekki var kostur á að stunda hér á landi, en af ýmsum ástæðum hafði ég engin tök á að sigla. En ég var staðráðinn í að ljúka námi í einhverri fræðigrein, hvað sem þá tæki við. Ég sá brátt eftir því, að hafa farið í læknadeildina. Mér fanst námið þurt og andlaust, líklega af því að ég komst aldrei niður í því. Þó leizt mér enn ver á stöðuna. Ég fann að ég gat aldrei orðið snillingur sem læknir og mér fanst þó, og finst enn, að mannlífið sé svo mikilsvert, að það sé á- byrgðarleysi af öðrum en völdum mönnum að taka á sig siðferðilega ábyrgð á lífi og dauða meðbræðra sinna, eins og læknarnir verða oft og einatt að gera. Eftir mikil heilabrot ákvað ég að hætta heldur við alt nám en að taka að mér þá stöðu, sem ég fann mig á eng- an hátt færan til. — Ég ætla ekki að þreyta yður með löngum frásögnum af því, hvernig á því stóð, að ég hætti ekki við nám heldur stundaði guðfræði. Langflesta kunn- ingja mína furðaði á þeirri ráðabreytni. Þeir voru efnis- hyggjumenn, en ég hafði verið alinn upp við að bera djúpa lotningu fyrir kirkjunni og öllu því, sem hún tel- ur heilagt. Ég fann að ég trúði ekki ýmsu því, er mér var kent sem barni, og um stund hafði það fælt mig jafnvel frá öllum kristindómi. Altafátti ég samt þrá, mis- jafnlega Ijósa á ýmsum tímabilum æfinnar, til þess að leita að sannindum í heimi trúarbragðanna. Sjálfsagt hef-- ir þessi þrá mín verið arfur frá langfeðgum mínum í marga ættliði, og nú ákvað ég að fara að dæmi þeirra og stunda guðfræðinám. Þessi ákvörðun kostaði mig reyndar allmikla baráttu, sem ekki var altaf sársauka- laus. I þessari baráttu um að velja lífsstöðu mína leitaði ég eitt sinn ráða hjá einum kunningja mínum. Ég sagði

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.