Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 14
184 Tvær konur. IÐUNN að hafa fyrir því að hugsa um þær ? Jú, mér fansf og finst það enn. Sögurnar eru báðar sígildur sannleikur, þótt þær hafi aldrei gerst. Þær eru sannleikur í æfin- týraformi, staðfestur af reynslu þjóðanna gegnum þús- undir ára. Munurinn er enginn annar en sá, að sögu- lokin eru mismunandi af því að mennirnir eru misjafn- lega bjartsýnir á ýmsum tímum og með ýmsum þjóðum. Vér skulum snöggvast líta á þær saman. Parisade eygir hátt upp á fjallstindi tilverunnar hina þreföldu fullkomnu hugsjón mannanna. Fuglinn talandi, sem alla hluti vissi, jafnvel leyndustu leyndardóma til- verunnar, er ímynd hinnar æðstu speki. Syngjandi tréð með munn á hverju laufi er ímynd hinnar fullkomnu listar, og ljósgullna vatnið er tákn hinnar fullkomnu feg- urðar. Þetta þrent er í sameiningu hin æðsta hugsjón tilverunnar. Vður kann að virðast að inn í þetta vanti kærleikshugsjónina, en svo er ekki, því að alviskan veit að kærleikurinn er skilyrði allrar fullkomnunar og því getur hvorki speki, list né fegurð verið fullkomin, ef hann vantar. Að þessari fullkomnu hugsjón keppir Par- ísade, og hún nær henni. Auðvitað er engin Parisade til í þessum ófullkomna heimi. En skáldinu er ekki mark- aður neinn bás. Hugur hans flýgur upp yfir alla heima út í óendanleikann. Hann eygir takmarkið. Hann sér Guð sem síðasta áfangastaðinn á þroskaleið mann- anna. Skáldið ræðir ekki um framkvæmanlegar hugsjón- ir í þessum heimi. Framkvæmdir þeirra eru að eins eitt spor á óendanlegri þroskabraut. En þær eru smámynd- ir af hugsjóninni miklu. Þessvegna verður sagan af Pa- rísade lærdómsrík fyrir alla þá, sem einhverja hugsjón eiga. Hve vel þekkjum vér. ekki sannleikann, sem felst í sögunni af Parisade. Hugsið þér yður, eins og skáldið,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.