Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 19
IÐUNN Tvær Uonur. 189 merki kynslóðarinnar. Það, sem nú vekur útþrá æskunnar, er áreiðanlega í fleiri tilfellum fjárvonin, en þroskaþráin. Framfarir, og velgengni sumra, hefir æst ímyndunaraflið, svo að auður og gæfa er hjá mörgum að verða sam- hverfar hugmyndir. Fyrir nokkrum árum var til hér á landi sérstök stétt manna, sem hélt sér uppi á flakki. Þeir voru fyrirlitnasta stétt þjóðarinnar. Nú er þessi mannflokkur kominn undir græna torfu, en annar skyldur afkomandi hans risinn upp. Eins og þjóðmálin horfa nú við frá mínum bæjardyrum, sé ég ekki betur en mikill hluti yngri kynslóðarinnar sé nú haldinn af sama eirðar- leysinu, sem áður einkendi flakkarana eina. Æsku- mennirnir leggja nú hálfvaxnir af stað út í heiminn til þess að »leita gæfunnar«. Hvar sem þeir eru, sýnist þeim hylla undir hana einhversstaðar langt í burtu, en komist þeir þangað, sem þeim sýndist hún vera, verða þeir þess varir, að hún er þeim jafnfjarlæg og áður. Þessi þrotlausa gæfuleit gerir mennina að eirðarlausum rótleysingjum, flökkumönnum, sem hvergi eiga heima. Það, sem nú einkum einkennir íslenzkt þjóðlíf, er hinn stöðugi, sívaxandi straumur fólksins úr sveitunum í ver- stöðvarnar. Það er að komast inn í meðvitund þjóðar- innar, að þorskurinn og síldin séu helstu gæfumerkin. Og satt er það, þau veita oft og einatt gull, þeim sem ná þeim milli handa. En gullið er ekki eina gæfan og ekki einu sinni brot af gæfunni nema gullsins sé aflað fyrir einhverja þá starfsemi, sem þroskar manninn. Það er hugsjónastarfið eitt, þ. e. a. s. starfið í þágu göfugra þroskahugsjóna, sem göfgar og gerir oss að gæfumönn- um. Sú gæfuleit, sem bundin er við gullið eitt og öflun þess, er vísasti glötunarvegur mannsins. Hún er upp- spretta eirðar- og þolleysisins. Eg veit það að áhættan við sjóinn er það, sem mest heillar, en hún er hættuleg. Iðunn XI 13

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.