Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 22

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 22
192 Tvær konur. IÐUNN munið hvernig veðrið var. Sólin stafaði geislum sínum frá stálheiðum himni, en loftið kvað við af fuglakvaki. Mér fanst öll tilveran full af unaði. Fám dögum síðar fæ ég bréf frá gesti mínum, með yndislega fögrum og ágætlega rímuðum erindum. Þar á meðal voru þessi: Þökk fyrir síðast! Þvílík prýði! Það var fagur sumardagur. Sveitin auð að efstu reitum, Að eins stirndi á hjarn í tindum. Helti sól um himinbelti Hlýjum straum. Ei byrgðu skýin. Glóði alt f geislaflóði Grundin jafnt sem dimmblá sundin. Föðurland ! Þér ann minn andi Eins í hríð og sumarblíðu, Kostajörð sem eyðiurðum. „ Aldrei gleymast munt þú skáldi". Hvar mun sjást, þótt fyrð sé farin, Fegri storð í suðri og norðri? Verndi þig höndin Guðs frá grandi Og geymi þjóð meðan stendur heimur ! Eitthvað svipaðar hugsanir, nema ekki eins skáldleg- ar, fóru um hug minn þegar ég, í sumarblíðunni, sigldi út fjörðinn og horfði yfir héraðið, sem var að hverfa í blámóðu fjarlægðarinnar. Mér hló samt ekki hugur í brjósti þegar ég hugsaði til þess, að æskan unir nú ekki lengur í sveitunum, jafnvel ekki þeim, sem hafa slíkan yndisleik að bjóða sem Skagafjörður. Mér datt í hugað eitthvað hlyti að vera öfugt við hugsjónalíf þeirra manna, sem aldir eru upp í yndisleik þessa héraðs, en kjósa þó fremur að kúra á kolsvartri mölinni í verslunarstöð- unum en að skapa sér hér hlýtt og bjart heimili, og Iáta það eitt ginna sig, að fjárvonin er þar ofurlítið

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.