Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 28
198
Tvær konur.
IÐUNN
stofnun, sem ég hefi nú drepið á í hvaða augnamiði
verði stofnsett. Eg sný mér helzt til yðar, af því að ég
veit að taki æskulýðurinn einhuga upp merki þessarar
hugsjónar, þá er hún ódrepandi. Eg ætlast alls ekki til
að fá í dag svar við spurningu minni, en ég bið yður
að íhuga hana vandlega og ræða í öllum deildum þessa
félags. Ef þér svo við rólega íhugun komist að þeirri
niðurstöðu, að hér sé um göfugt menningarmál að ræða,
þá leggið með forsjá, en kappi þó, hönd á plóginn.
Klífið brattann eins og Parisade hin persneska, sem æf-
intýrið sagði að hefði fundið dýrmætustu auðæfi alheims-
ins fyrir óþreytandi baráttu og staðfastleik. En fyrir alla
muni, látið ekki í þessu eða neinu öðru máli, leiðast af
augnablikshrifningu, sem ekki á djúpar rætur, því þá er
hættan nálæg að líta aftur á miðri leið og verða að
saltstólpa.
Tryggvi H. Kvaran.