Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 32

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 32
202 Vængbrotna lóan. IDUNN Andrés lagði þá til, að við færum þangað, sem hol- þýfið var mest, og að því ráði hurfum við. Þegar þangað kom, heyrðum við örskammt frá okkur: U - f ý, d u - u. Röddin var nokkuru skærari en í fyrra sinnið, en þó jafnframt ofurlítið titrandi. Andrés gat þess til, að lóan hefði orðið okkar vör. Við það hefði hún orðið hrædd, og það mætti heyra á mæli hennar. Hann lagði til, að við héldum kyrru fyrir og Iétum ekki á okkur kræla. Svo leið ofurlítil stund. Þá sáum við, að hún h o p p a ð i upp á þúfu, spöl- korn frá okkur. Trúlegt er, að hún hafi komið auga á okkur. Hún ætlaði að hefja sig til flugs. En þess var henni varnað. Hún baðaði hægri vængnum, þöndum til að fljúga. En — vinstri vængurinn lafði máttlaus. Hún gat með engu móti lyft sér. Átakanlegt fannst okkur, hve aumkunarlega hún barð- ist við að losa sig frá jörðu. Og þá skifti um rödd hjá henni. Okkur virtist, sem hún veinaði og æjaði. Svo skreið hún undir þúfuskúta. Og okkur duldist ekki, að hún væri vængbrotin. Nokkura stund varð okkur orðfall. Svo fór eg að brjóta upp á ýmsum tillögum um að bjarga lóunni, ná henni, reyna að græða beinbrotið, taka hana heim og ala hana þar, og annað því um líkt. Andrés tók lítið í þessar tillögur mínar. En hann reis frá þúfunni, sem hann sat á, sneri að starfi sínu og mælti: — Eg held, að allar slíkar tilraunir verði einskis nýt- ar. Bezt mundi henta, að biðja einhverja handheppna

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.