Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Qupperneq 34
204
Vængbrotna lóan.
IDUNN
ekki heldur við, að kuldi hafi orðið henni að fjörlesti.
Svo var hún sælieg á hold og feit. En eg hugsa, að
vængbrotið hafi valdið banameini hennar.
— Hvert hyggurðu þá, að banamein hennar hafi ver-
ið? spurði eg.
— Mér finnst, sem eg megi vera þar í litlum vafa.
Eg ætti að geta skilið, hvílík heimþrá hennar hafi verið,
eigi síður en hinna fuglanna. Og við ættum að geta rennt
grun í, hvílík sorg hennar og vonbrigði muni þá hafa
verið, er hún fékk hvergi farið, en sat eftir úrræðalaus
og vissi þó, að hún yrði, ein og yfirgefin, að bíða dauða
síns. Og það vefst lítið fyrir mér, að heimþráin muni
það hafa verið, er reið henni að fullu.
Andrés varð nokkuru nefmæltari á síðustu orðunum
og sá niður um fætur sér.
Eg mátti vel greina, hversu honum var farið. Okjörið
mundi honum að mæla fleira í það sinn. En djarft tók
hann til starfsins og fast. —
Orð hans, þessa trygga og gerhyggna vinar míns, um
þetta, hafa eigi sjaldan orðið mér ofarlega í huga, þegar
hljótt hefir um mig verið á síðari árunum.
Og því oftar sem eg hefi minnzt þeirra og atburð-
anna, er á undan voru farnir, því auðveldara hefir mér
orðið, að fallast á þá skoðun hans, að heimþrá væng-
brotnu lóunnar hafi getað orðið ærin til að skapa henni
aldurtila.
Eg hefi reynt það misserum saman, að mega mín
ekki, ala þrá til æskustöðvanna og komast hvergi —
nema í huganum.
Þó hefi eg allt af verið h e i m a á fósturfold minni.
En um það mun varla þurfa orðum að fara, hversu
heimþráin fái sorfið að þeim, sem dveljast í fjarska við
ættjörð sína, eru felldir af fótum og bíða þar, jafnvel
ungir að árum, úrræðalausir, einir og yfirgefnir, tor-
ræðra örlaga eða dauða. Einar Þorkelsson.