Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 38

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 38
208 Askja í Dyngjufjöllum. IÐUNN 1875. í þessu jarðfalli er Öskjuvaln og mun yfirborð þess nú um 50 m. lægra en botninn í Öskju. Norðan við vatnið, og að nokkru leyti að vestan, er þverhnípt standberg, 50 m. hátt og ókleift; sunnan og austan við vatnið eru fjallahlíðarnar snarbrattar niður að því. Þessvegna verður ekki komist niður að vatninu nema við suðvesturhorn þess og á tveimur stöðum að 1. mynd. Vikurgígurinn Víti (fremst á myndinni). austan, nálægt því sem nýju hraunstraumarnir hafa runnið niður í það á árunum 1920—23. Meðfram nýja hraun- klungrinu að vestan og austan er nú hægast að fara niður að vatninu. Við norðausturhorn vatnsins, skamt frá efra mynni Öskjuops, er vikurgígurinn Víti, sem gaus svo stórkost- lega 1875og olli því, að fregnir fóru að berast af Öskju út um heiminn. Milli gígsins og vatnsins er örmjór grandi eins og sjá má á 1. mynd. Gígurinn er 50—60 m. djúpur niður að vatni og í honum sýður ljósgræn vatns- og vikurleðja.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.