Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 39

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 39
IÐUNN Askja í Dyngjufjöllum. 209 í fjallshlíðunum austan við vatnið eru víða eldvörp og gufuhverir, sem þýtur í og rýkur úr. Ber þar mest á einum gufuhver ofarlega í fjöllunum, og sjást reyk- irnir úr honum norðan úr Mývatnssveit í heiðskíru veðri. Hraun hefir runnið úr þessum gíg niður í vatnið 1920, og sést það á 2. mynd, sem tekin er suður með vatninu að austan. — Austar í fjallshlíðinni eru tveir 2. mynd. Meöfram fjöllunum. Nytt hraun. nýlegir hrauntaumar, sem runnið hafa niður í vatnið 1923; að minsta kosti sáust þeir ekki í desember 1922, en um vorið 1924 voru þeir komnir. Sunnan við vatnið gnæfir Thoroddsenstindur, ægilegur og hér um bil eins og sagarblað að ofan. Hann er fullum 400 m. hærri en Askja og hæzti tindur Dyngju- fjalla — c. 1450 m. yfir sjávarmál. — Við rætur hans, skamt frá vatnsborði, eru margir brennisteinshverir og rýkur stöðugt úr þeim gufa, eins og sjá má á 3. mynd.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.