Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 42
212
Askja í Dyngjufjöllum.
IÐUNN
Það nýstárlegasta, sem fyrir augun bar, var gígmynduð
eyja sunnarlega í vatninu, að eins um 2—300 m. frá
rótum Thoroddsenstinds, en c. 1 km. frá vesturbarmin-
um, þar sem við vorum staddir. Þessi eyja hefir mynd-
ast við síðasta eldgosið, sem kom upp úti í vatninu í
maí og júní 1926. Eyjan er hringlaga og að líkindum
50 m. á hæð frá vatnsborði þar sem hún er hæzt, að
sunnan og vestan. Að norðan er skarð í barminn og
5. mynd. 0»“''
skolast þar vatn inn í hverinn. Gufumekkir stóðu upp
úr gígnum á toppi eldeyjarinnar; og á suðurjaðri hennar
sáust gufustrókar við vatnsborðið og jafnvel vatnsgusur.
Þegarkomið var norður fyrir vatnið sázt betur lögun gígs-
ins og þaðan bar meira á gufunni upp úr toppi hans.
A 4. mynd sést eldeyjan í vatninu; og á 5. mynd má
sjá yfir Oskjuvatn alt og umhverfi þess; t. d. afstöðu
eyjarinnar, gufubólsfrana í fjallshlíðinni norðaustan við
vatnið (nálægt Víti) og litlu hraunstraumana austan við
það. Sú mynd er tekin frá áningarstaðnum sunnan og
vestan við vatnið.