Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 43

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Side 43
IÐUNN Askja í Dyngjufjöllum. 213 — Þetta síðasta eldgos í Öskju hefir að mestu orðið dagana 3. til 9. júní. Að vísu virtist töluvert bera á öskufalli fremst í Bárðardal í austanveðrunum 9.—12. maí 1926, og má vera að þá hafi gosin byrjað. En 3. og 4. júní bar mest á eldbjarmanum yfir Dyngjufjöllum. 5. júní sást dökkur reykjar- eða öskumökkur, sem lagði til norðvesturs, og dagana 6.-9. júní bar mest á gufu- bólstrum yfir fjöllunum. Það duldist ekki að heitthafði verið umhverfiQ. í Öskju, því að undirlendi hennar var snjólaust og fjöllin líka að mestu leyti umhverfis hana. Norðan og vestan til í Dyngjufjöllum var vikur og aska á fönnum og læk- irnir skoluðu henni með sér niður úr fjöllunum. Vafa- laust hefir þetta verið öskugos. Gígbarmarnir sýndust vera úr gjalli og vikurösku, og um yfirborð vatnsins flaut rekald af smágerðum vikri; sást það mest austan til á vatninu, því að dagana áður en við komum í Öskju voru suðvestanstormar. Litur vatnsins var ljósari en 1922 — eða gulgrænn með köflum — og mislitur flöt- urinn. Vfirborð þess hafði töluvert hækkað síðan 1922.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.