Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Qupperneq 53
IÐUNN
Foksandur.
223
þá var ekkert framkvæmdarvald til þess að koma hættu-
legu mönnunum þangað. Og þó að þeir hefðu haft eitt-
hvert framkvæmdarvald, þá er meira en lítið tvísýni á
því, að það hefði ráðið við mann eins og Víga-Sfyr.
Til þess hefði það þurft að hafa her manns. Því að
aldarhátturinn var svo rangsnúinn, að það þótti dreng-
skapur af vinum og mágum að veita illræðismönnunum
fylgi, hverja óhæfu sem þeir höfðu í frammi. Og Víga-
Styr skorti ekki vini og mága.
Eg kannast fúslega við það, að það er neyðarúrræði
að taka nokkurn mann af Iífi, líka Víga-Styr. Þjóðfé-
lögin hafa komið málum sínum í það horf, að nú er
það með öllu óþarft og óverjandi, eftir því sem eg lít á.
En alt annan veg var ástatt á íslandi um árið 1000. Það
er margfalt meira neyðarúrræði en að lífláta einn illræðis-
mann að gera honum kost á að halda áfram, meðan
honum endist þróttur til, að kúga og lífláta saklausa
menn unnvörpum. Þessar hugsanir voru mér ljósar,
þegar eg ritaði ummælin um Víga-Styr og »gálgann«.
Og eg veit ekki til þess að þau fari í bág við neitt,
sem eg hefi sagt á nokkurum öðrum stað.
Þá koma næst ummælin um Víga-Styr og »eitthvert
helvíti«.
Þegar eg las undrun S. N. út af því, að eg skyldi
vera svo langt leiddur að trúa jafnvel á fleiri en færri
helvíti, þá kom mér til hugar svar eins af gáfuðustu
prestum Englands. Hann var að ferðast um Bandaríkin,
og blaðamenn þar lögðu mikla stund á samtöl við hann.
Einn þeirra spurði hann, hvort hann tryði því, að djöf-
ullinn væri til. »Sægur af þeim«, sagði presturinn. Líkt
er farið trú minni á vansælustaðina annars heims, sem
menn hafa nefnt »helvíti«. Eg er sannfærður um, að til
er »sægur af þeim«.