Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 70
240
Mannsbarn.
IÐUNN
Burt auðvaldsburgeisana!
Lögregluriddarar, herforingjar veita viðnám, berjast á
móti. Byltingarsinnar elta upp borgara. Uppnám. Yfir-
stéttarmenn burthlaupnir.
Mannsbarn er með fjöldanum byltingarsinnaða. En —
menn drepa! Byltingarmennirnir drepa! Unglinga, börn,
gamalmenni!
Menn slátra!
Ha-hæ!
Mannsbarn örvæntir, efast. Hliðrar sér.
Fundur. Ræðumaður:
Félagar! Oreigar! Stundin kom! Fyrir frelsi! Fram-
tíð! Nýr heimur springur út! Alt fyrir hann. En — hinn
gamli er sterkur! Ovinurinn er sterkur ! Auðmagn ! Vopn!
Erfikenning! Mentunarleysi! Þeir hætta ekki. Þeir gef-
ast ekki upp! Þeir veita viðnám! Þeir vilja sigra! Gera
okkur að þrælum aftur. Leyfum það ekki! Vér berjumst!
Drepum ! Tortímum! Miskunnarlaust!
Burt meðaumkun! Burt viðkvæmni!
Lifi byltingin!
Afturhaldsmenn safnast saman. Hvítherjar nálgast.
Fallbyssudruna.
Byltingarmennirnir sigraðir, undirokaðir!
Hvít ógnaröld.
Oteljandi drápskothríðar. Fangelsi full.
Neiðaróp barna! Kveinstafir mæðra!
Borgarar æpa:
Drepið! Tortímið nöðrukyninu! Upprætið byltingar-
hneigðina! Endurhefnið hundraðfalt, þúsundfalt! Án með-
aumkunar! Hlífðarlaust!
Mannsblóð hrópar á hjálp!
Mannsbarn gremst.
í mannsbarni: skoðanaskifti. Borgarar, auðvaldsbur-