Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 71
IÐUNN
Mannsbarn.
241
geisar — glæpamenn! Hvers vegna drepa þeir ? Hvaða
rétt hafa þeir? Því að — réttlætið hjá öreigalýðnum!
Ekki hjá þeim!
Lútið auðvaldinu, mættinum!
Gefið oss frelsi!
Gefið oss mannréttindi, jöfnuð!
En borgarar og auðvaldsburgeisar svara með —
kúlum!
Hana þá — farist!
Lifi stéttarstríð!
Lifi bylting!
Mannsbarn háttar.
Vöðvar slaknaðir. Lémögnun. Taugasljóleiki. Holdvefir
loga, brenna. Svitafýla. Blóðrás trufluð.
Þrengsli.
Kytruloftið miskunnarlaust þjarmar að.
Loft, hækkaðu!
Veggir, víkið sundur!
Heimur ótakmarkast. Fjórveggjað skrín. Brjóstið skort-
ir loft. Höfuð beygt til jarðar. Heili fergist.
Burt! Útinn!
Lifi frelsi!
Kinnar brenna. Hjarta hamast. Rökkur athafnaleysis.
Kóngulær auðvalds. Mýs erfikenninga.
Ég vil Iifa!
Mannsbarn réttir úr sér. Lyftir höndum til himins.
Hnefum.
Jahve, þú ert sekur, djöfull!
Burt guði, djöfla í díki, harðstjóra í skolpræsi og yfir-
völd!
Lifi frjáls maður!
Þyrnikóróna Krists.