Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Síða 72
242
Mannsbarn.
IÐUNN
Mannsbarn þrífur stól, drepur Krist.
En — Kristur grætur — grætur!
»Komið til mín allir, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir«.
Kristur, þú ert dvergguð vanmáttar, þrældóms, dauða!
Sjá — getinn er Guð máttar, frelsis, lífs!
Kristur dó að eilífu!
Mannsbarn mun fæðast!
Spegill innri elda.
Mannsbarn skoðar í:
Lágt enni, slaphold, hitaroði, nef mót himni, nætur-
augu.
Farist!
Hlutar fljúga. Myndin hverfur.
Mannsbarn andar létt.
Morgunhiminn. Blámi. Vídd. Sólgeisli, hljómkviða. Sval-
ur andvari.
Vangarnir hitna, roðna.
Daglegur gangvegur.
Rauðtígulsteind, hvít hús. Musteri Jehóva. Torg áþján-
ar. Höll Mammons.
Mannsbarn másar, lotnast.
Til móts koma:
Unglingar þróttugir og lífsglaðir. Kraftganga. Stúlkur,
kátar, hugsjónafagrar. Rósvangaðar.' Gullhærðar.
Þráfuglager.
Bjarthlægja stúlkurnar. Raddsöngur. Kossþyrstir kirsi-
berjarunna. Himinblámi úr stóraugum.
Mannsbarn dregst að þeim.
Þar — hamingja, fegurð, eilífð — alt!
Kvenvera, þú ert tungl Edens! Kvenvera, kjarni lífs-
ins ert þú!
En hyldýpi fortíðar! Martraðir nútíðar!