Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 78

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 78
248 Mannsbarn. IÐUNN Maður, þú ert guð heimsins! Aðeins veizt þú það ekki! Þú líkist enn þá margvíslega skepnu! í þér er enn þá margt erft frá fortíðinni! Maður, vakna, rís upp! Maður! En maður sefur. Ráðherra ekur í bifreið. Ó, blindingi, sofandi, þræll auðvalds! Þú drýgir glæpi, drýgir látlaust glæpi. Samt hata ég þig ekki, aðeins hryggist yfir þér! Því að þú, aumur, veizt ekki, hvað þú gerir. Úti glamrar byssustingur. Tilbreytingarlaust ganghljóð stöðuvarðar. Herréttarsalur. Mannsbarn — meðal hermanna, vopnaðra. Sundur- rifin klæði. Úfið hár. Brjálaður augnaglampi. Gadda- svipusár. Líkaminn hrörnar. Herforingja-dómarar rýna lagagreinar. Forseti les fyrir ákæru: Sameignarsinni, uppreisnar- seggur, æsingabelgur, ofbeldisþjarkur. Ríkisákærandi: Til skotdauða! Ráðabrugg dómara. Dómsúrskurður: Dauðskjóta! Mannsbarn fölnar, riðar. Menn, hvað gerið þið? En ég fyrirgef ykkur, því að þið vitið ekki, hvað þið gerið! Mannsbarn fellur. Hermenn hrinda út vitundarlausu mannsbarni. Dísa, hjálpaðu! Ljóslaus haustnótt.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.