Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 80
IÐUNN
Rúm og tími.
I. Rannsóknir um himingeiminn.
Greinar þær, sem birtast í Iðunni og hafa nafnið
Rúm og tími, verða að vísu sundurleitar að efni til, en
í heild sinni eiga þær að stuðla að því, að alþýða manna
eigi þess kost, að vita um helztu nýjungar, sem upp-
götvast í himingeimnum, og önnur mikilvæg efni af
sama tægi, þótt áður séu þau eitthvað kunn. Þekkingu
manna á dásemdum himnanna miðar nú hratt. Vmislegt
fyrnist, og margt er í ljós leitt, sem áður var myrkr-
um hulið.
Tala smástirna. Smástirni þáu, sem eru í rúminu
millum brauta Mars og ]úpíters, voru fyrir skemstu talin
um 1000. Nú í byrjun þessa árs var tala þeirra smá-
stirna, sem skrásett voru, 1046. Brautir allra þessara
smástirna þekkjast til hlítar. — Auk þeirra vita menn
nú um eitthvað 1000 önnur smástirni, sem eru á svip-
uðum stöðvum, en brautir þeirra þekkjast eigi til fulls.
Annars verða smástirni þessi naumast tölum talin.
Tala þeirra er legíó, en sjónaukinn greinir að eins þau
stærstu. — Eitt af smástirnum þessum nefnist Hidalgo.
Það rennur sporbraut, sem er svo mjög ílöng, að brautir
annara hnatta sólkerfis vors eru eigi þvílíkar. Smástirni
þetta er í sólnánd inn við Marsbraut, en í sólfirð út
við Satúrnusbraut.
Flekkir sóiar. Þrír sólflekkir voru svo stórir í jan.