Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Síða 19

Kirkjuritið - 01.04.1935, Síða 19
Kirkjuritið. Stanley Jones. 139 þér heyrið, að ég get ekki prédikað. En ég elska Jesúm Krist. Hann hefir gjörbreytt lifi mínu, og þó ég geti ekki prédikað, verð ég þó að bera Kristi vitni, svo að ég eigi frið i hjarta mínu“. Ræðan þessi varð ekki lengri. En hún hafði áhrif. Við lok samkomunnar kom fram ungur maður og sagði við Jones. „Bróðir, bið þú fyrir mér, því að mig langar að finna það, sem þú hefir fundið“. Stanley Jones fánn þetta kvöld, að hann átti að verða vottur Krists, og það hefir hann verið síðan alla ævi. Og röddinni, sem liann þá og áður hafði heyrt tala til sín, hefir hann ætíð hlýtt síðan skilyrðislaust, hvað sem hún lagði fyrir hann. í ritum sínum talar hann oft um þessa innri rödd, þessa rödd andans, sem hann hefir ætíð hlýtt, eins og Páll forðum, að því er Postulasagan vottar hvað eftir annað. Ég verð enn stuttlega að segja frá einu atriði, síðustu prófrauninni, sem dr. Jones varð að þreyta, áður en hið eiginlega starf hans hófst. Þessi útvaldi þjónn drott- ins varð að reyna á sjálfum sér þunga alvöru þessara orða Jesú: „Hver, sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki verður“. Meðan liann var að ljúka námi sínu við Ashbury College, bauð röddin honum, að verða kristniboði. Fanst honum, að Afríka hlyti að þarfnast hans mest. Þetta sagði liann móður sinni i hréfi, er hann ritaði henni heim til Baltimore, og fann hann á svarbréfi hennar, að hún tók þetta mjög nærri sér, að eiga að missa hann þannig hurtu til hins „myrka meginlands“. Litlu síðar fær hann svolátandi skeyti frá þróður sínum heima: „Komdu fljótt heim. Mamma er að deyja“. Dr. Jones segir sjálfur: „Ég settist inn í járn- brautarvagninh. I eyrum mér þrumaði þung ákæra: Þetta er trúboða-köllun þinni að kenna. Þú veldur dauða móður þinnar“. Nýtt hugarstríð hófst. „Ef ég læt undan óskum he'nnar, og starfa hér heima, mun hún hfa. En ef ég gjöri þetta, sem röddin býður mér, og ég veit, að er Guðs vilji, mun hún deyja“. Ég elska

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.