Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Síða 39

Kirkjuritið - 01.04.1935, Síða 39
Kirkjuritið. Kirkjufundur. 159 en eigi gleymst. Nú, þegar hún er á ný komin á dag- skrá, þá er það sýnt, að hún á almennari itök en nokkru í>inni áður i hugum þeirra manna, er annars hugsa nokkuð um málefni kirkjunnar. Nú hrýs mönnum held- ur eigi lengur svo mjög hugur við nýjungum og stórræð- um sem áður fyrri, enda eru máttuleikar og geta þjóðar- innar margfölduð frá því, sem áður var, og öll aðstaða tiagkvæmari. Valda hetri vegir og hatnandi samgöngur miklu þar um. — í rauninni má segja, að nú sé svo komið, að málið hafi þegar verið tekið framkvæmdar- tökum með því, að haldinn var almennur kirkjufundur á Þingvöllum og i Reykjavik dag'ana 3. og 4. júli i sum- ar sem leið og, eins og kunnugt er, hefir nefnd, er fundurinn kaus „til að undirbúa kirkjufund svo fljótt sem ástæður leyfa og helzt á næsta sumri“, sent ávarp1 til sóknarnefnda og safnaðarfulltrúa um málið, og er það nú hjá þeim, en ekki er enn vitað um undirtektir þeirra. Hinsvegar er annað vitað — og þar stóð ekki á svarinu. Það er það, að síðasta Alþingi sá sér ekki fært uð styrkja kirkjufundarhald þjóðkirkjunnar fjárhagslega. Það neitaði um ofurlítinn fjárstyrk i því skyni. Sést nú bezt, að til lítils liefði verið að fara sömu leiðina eins °g synodusprestarnir 1909 ráðgerðu að fara, en sam- kvæmt framansögðu ætluðust þeir til, að hið opinbera stæði fjárhagslega straum af þinghaldi þjóðkirkjunnar, eins og einnar af stófnunum ríkisins. Væri það auðvit- að mjög svo eðlilegt. En nú er ekki um það að tala. Vugljóst er því, að sem stendur verða kirkjunnar tnenn að „spila upp á sínar eigin spýtur“. Kemur þá að- allega tvent til athugunar í því sambandi, en það er kostnaðarhliðin annarsvegar og gagnsemi kirkjufunda hinsvegar. ■ Ef gengið: ér út frá, að auk sóknarprestanna sæki kirkjufundinn minst einn fulltrúi úr liópi leikmanna frá hverju prestakalli, hvað þá heldur einn úr hverri sókn, þá yrði fundurinn sennilega svo fjölmennur, að erfitt yrði

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.