Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Síða 43

Kirkjuritið - 01.04.1935, Síða 43
KirkjuritiiY Alt sem þér viljið. 1(53 vegar þekking manna alment og skilningur á stjórnmál- um, bæði kjósenda, löggjafa og stjórnenda, og liins veg- ar ábyrgðartilfinning einstaklinganna. Og um j)að tel ég víst að við munum öll vera sammála, að ekki sé vel- farnan stjórnmála bvað minst undir því komin, er ég síðar nefndi. Jesús Kristur leggur sterka áherzlu á það, að hver maður beri ábyrgð á því, hvernig hann fer með líf sitt, — bvernig hann beitir þeim hæfileikum, sem honum eru gefnir og notar þau tækifæri sem liann hefir til þess að beita sér i mannfélaginu. Ég' er ekki þessa stund- ina fyrst og fremst að lala um það, hvernig maður fer með sjálfan sig; það er út af fyrir sig mikið og alvar- legt umhugsunarefni. Heldur hefi ég i huga, hvernig menn fara með aðra menn. Engum var það ljósara en honum, hvernig örlagaþræðir mannanna eru samtvinn- aðir, og live mikla þýðingu fyrir gæfu eða ógæfu eins nianns breytni annars getur haft. Og þau áhrif geta verið víðtæk. Einn maður getur hafið það starf, sem verður mörgum kynslóðum til heilla. Einn maður getur kveikt það bál, sem verður mörgum að fjörtjóni. Einn maður getur lagt öðrum það heilræði, sem verði hon- um gæfulind langa æfi. Einn maður getur talað þau ósannindi, sem varpi skugga á mannorð annars manns, og verði houm farartálmi til dauðadags. Á öllum svið- uni lífsins eiga menn mikið undir innræti og framkomu annara manna. Af því er það augljóst, hve mikla þýð- ingu það hefir, að hver einstakur maður gjöri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem hann her á gæfu annara, og gjöri sér far um að koma svo frarn við })á, að hann verði þeim þarfur, en ekki óþarfur. Jesús sagði dæmisöguna um talenturnar. Maður, sem ætlaði að vera erlendis um hríð, fékk þjónum sínum eig- »r sínar í hendur i þvi skyni, að þeir notuðu þær sem starfsfé og ávöxtuðu þær; hann fékk þeim ekki öllum 11*

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.