Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Síða 44

Kirkjuritið - 01.04.1935, Síða 44
164 Friðrik Hallgrimsson: Kirkjuritið. sömu upphæð í hendur, heldur skifti hann fénu á milli þeirra eftir því sem hann taldi þá hafa vit og dugnaS til aS bera. Svo þegar hánn kom aftur, fóru fram reikn- ingsskilin. Sumir þjónarnir skiluSu honum tvöfaldri íjárhæð, og þá lofaði hann fyrir dugnað þeirra og samvizkusemi; en einn þeirra hafði geymt pening- ana og skilaði þeim aftur, en arðlausum, og hann fær ávítur og refsingu hjá húshóndanum. — Með þessari dæmisögu segir Jesús að menn beri áhyrgð á því, livern- ig þeir noti hæfileika sina, — að Guð ætlist til þess af hverjum manni, að liann láti eins mikið gott af sér leiða, og hann liefir atgerfi til. Og þetta sama lífslög- mál hrýnir hann við annað tækifæri fyrir mönnum með þessum orðum: „Af sérhverjum, sem milcið er gefið, mun mikils verða krafist, og af þeim, sem mikið hefir verið í hendur selt, mun því meira heimtað verða“. Og á það, live þung sé ábyrgð þeirra manna, sem með hreytni sinni leiða ógæfu yfir aöra, bendir hann með þessum alvöruþrungnu orðum: „Hver sem hneykslar einn af þessum smælingjum, sem á mig trúa, betra væri honum að stór kvarnarsteinn væri liengdur um háls honum og lionum væri sökt í sjávardjúp“. Og öll kenn- ing hans bendir ótvírætt til þess, að þessari ábyrgð sé ekki lokið með jarðlífsæfi manna, heldur fylgi ábyrgð- in þeim eftir líkamsdauðann. Til þess að halda þessari ábyrgðartilfinningu vakandi og jafnframt leiðbeina mönnum til að koma þannig fram við aðra, að það verði hæði þeim sjálfum og hin- um til gæfu, gefur hánn þessa lífsreglu: „Alt, sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra". — Þetta er svo einfalt, að hver maður getur skilið það. Þegar hann hefir afskifti af málefnum ann- ara manna, þá á hann altaf að hugsa sér, að hann væri í þeirra sporum og livað hann myndi þá vilja að fyrir sig væri gjört, og láta það ráða framkomu sinni við þá.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.