Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 47

Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 47
Kirkjuritið. Alt sem þér viljið. 167 Eitt er það, sem hverjum manni er nauðsynlegt, sem góður drengur vill vera og batnandi, og það er að vaka yfir því, hverjar hvatir stjórna gjörðum hans. Það varð- ar miklu, bæði fyrir þroska og gæfu mannsins sjálfs og líka fyrir áhrifin af starfsemi hans, að hvatir hans séu hrei'nar og göfugar. Ég var nýlega að lesa æfisögu George Miiller, mannvinarins mikla, og þar er sagt frá því, hve mikla áherzlu hann lagði á það, að hvatir sínar væru óeigingjarnar og hreinar. Ef honum liafði hug- kvæmst að vinna eitthvert verk, þá skoðaði hann vel huga sinn til þess að komast að raun um af hvaða livöt- um það væri sprottið; og hann liófst ekki handa fyr en hann var orðinn sannfærður um að fyrir honum vekti það eitt, að gjöra vilja Guðs eins og hann hefði bezt vit á. Þessvegna fylgdi svo mikil blessun starfsemi þess mæta manns. Og vel mætti dæmi hans vera til fyrir- myndar öllum þeim, sem fyrir velferðarmálum annara er trúað og er ant um að gjöra það eitt, sem rétt er og öðrum mætti til blessunar verða. Alþing hefst í húsi Guðs til þess að minna fulltrúa þjóðarinnar á það, að húa sig undir það fyrir augliti hans, að leysa störf sín af hendi með þeirri samvizku- semi, að í öllu sé gætt sanngirni og réttlætis, og að merk- ið sem að sé stefnt af heilum huga, sé heill og sómi allrar þjóðarinnar. Guð gefi ykkur öllum, sem þjóðin hefir kosið til þess vandasama verks sem fyrir ykkur liggur, náð til þess að vinna að því með þeirri speki, réttsýni og áhyrgðarvitund, að þið hljótið að verðlaunum þakklæti hennar og velþóknun hans. Amen. Leiðrétting. í sálmi Valdimars Snævars í 1. hefti Kirk'uritr.ins á að standa ■ 10. ljóðl. a. n.: dimt i stað kalt.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.