Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Side 48

Kirkjuritið - 01.04.1935, Side 48
Kirkjuritið. STÆRÐ PRESTAKALLA. Við hvað á að miða stærð prestakalla hér á landi? Það virðisl óhjákvæmilegt, að leggja þessa spurningu fyrir sig, þegar fram er komið á Alþingi frumvarp til laga um skipun prestakalla, þar sem lagt er til, að hér verði framvegis 59 prestaköll, í stað 107 samkvæmt nú- gildandi lögum. „Varðar mest til allra orða, að undirstaða rétt sé fundin“. Við Iwað á að miða, þegar taka á ákvörðun um það hvort breyta eigi þeirri skipun prestakalla, sem nú hefir verið síðan 1907. Hver er mælikvarðinn, sem þar á að fara eftir? Ég vil fgrst minnast á það atriðið, sem öllum hlýtur að koma saman um að taka verði tillit til. Það eru staðhættir lands vors. Ollum er ljóst, að í þéttbýlu landi og fjallalausu geta prestaköll verið fjölmennari en i hinu víðlenda og strjál- hýla landi voru. Það væri t. d. lítið vit i því, að taka land eins og Damnörk til samanburðar og halda því fram, að nægilegt væri fyrir oss, að hafa álíka marga presta hlutfallslega eins og eru þar í landi, miðað við fólkstölu, þar sem hægt er að ferðast um alt þvert og endilangt i bil, eða öðrum vagni, inn á hvert einasta heimili. Nú eru prestaköll i Danmörku það mannmörg. að um tvö þúsund og þrjú hundruð manns koma á hvern prest að meðaltali. Það mundi samsvara því, að hér væru 50 prestar á öllu landinu. Fróðlegt er að athuga landfræðilega hlið málsins, ef miða ætti við prestakallaskipun í Damnörku. Hver yrði

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.