Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 50

Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 50
170 SigurÖur P. Sívertsen: Kirkjuritið. taka beri tillit til staðhátta. Hún segir í „Áliti“ sínu, „að kirkju- og sóknaskipunin“ hljóti enn um sinn að ráða nokkru um tölu prestakallanna og skipun þeirra. Kem- ur þetta einnig fram í þeim tillögum nefndarinnar, að Miðgarðssókn í Grímsey, með 125 manns, og Árnessókn í Strandaprófastsdæmi, með 443 manns, fái áfram að vera sérstök prestaköll. Annars gjörir nefndin mikið úr því, hve þessir erfið- leikar, sem stafa af staðháttum landsins, liafi minkað síðustu árin. Hún kemst svo að orði um það: „Síðan prestakallaskipunin var gerð 1907, hafa samgöngur víða batnað svo, að nú er auðvelt að komast það á einni klukkustund, sem þá var fullkomin dagleið“. Þetta er að vísu rétt að því leyti, að svona er það allvíða á sum- ardag, en mjög óvíða á vetrum. Mér þætti, svo að ég taki ákveðið dæmi, gaman að vita, hvernig nefndar- menn hugsa sér, að presturinn á Úthéraði i Norður- múlasýslu komist í bíl allan ársins hring upp að Ei- ríksstöðum á Jökuldal, og út að Desjarmýri, að ég ekki tali um Njarðvík og Húsavík. En prestakall þetta á að ná yfir 8 sóknir, þar sem vegalengdir eru afarmiklar milli kirknanna. En víðar eiga að vera margar sóknir í prestakalli en þarna. Mér telst svo til, að 6 sóknir eigi að vera í níu prestaköllum, 7 í þremur, 8 í þremur, og 9 í þremur. En að meðaltali 4—5 sóknir i hverju presta- kalli. En gjörum nú samt ráð fyrir því, að hægt væri að þjóta í bílum um alt landið; enginn prestur þyrfti leng- ur að ganga að vetrarlagi eða nota hest, heldur mætti fara alt í bílum, allar messuferðir og aðrar embættis- ferðir. Hvað myndi þetta kosta? Myndi það ekki kosta nokkur prestlaunin Er það þá svo miklu ákjósan- legra, að rikið leggi fram fé til bíla, j stað þess að veita féð til prestanna, svo að fólkið fái á sem flestum stöð- um að halda prestum sínum? Nefndin telur sjálfsagt, að prestum, „sem hafa við mesta samgönguerfiðleika

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.