Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 66

Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 66
186 Ásmundur GuÖmundsson: Kirkjuritið. þetta fyrirkomulag. Leggjum þjóðkirkjuna niður. Það yrði sein- asta sporið á þessari braut, sem nefndin telur sjálfsagt að fara. Mér er það fjarri að sönnu, að bera nefndinni það á brýn, að hún sé visvitandi að brugga kirkjunni banaráð. Ég gæti meira að segja trúað því, að hugur fylgdi fallegu orðunum, að öllum beri að óska, að kirkjan „sé ekki aðeins Ifandi tré, heldur og Iífsins tré“, þótt kölluð myndu hjá presti „helgiskin“ innan um alt hitt. En þetta er engu síður að setja sverðið að rótum þjóð- kirkjunnar. Nefndin hygst að rökstyðja prestakallafækkunina með saman- burði við læknishéruðin: „Mun svo mörgum sýnast, að nokkur ástæða sé til, að læknishéruðin séu fremur fleiri heldur en færri en prestaköllin, meðal annars vegna þess, að oft þarf að ná læknisfundi mjög skjótlega og fyirvaralaust“. Það kann vel að vera, að jafna megi saman á líku svæði læknisferðum til sjúklinga og ferðalögum prests til guðsþjónustna og aukaverka, sem hann er líka stundum kallaður til „mjög skjótlega og fyrir- varalaust“. En að auk á presturinn að húsvitja árlega á hverju heimili í prestakalli sínu, og verða það engin smáræðis ferðalög. Svo þarf presturinn mikinn tíma til undirbúnings undir prests- störfin, ef vel á að vera. En því er ég hræddur um, að nefndin hafi gleymt, eða ekki tekið til'it til. Og ég hefði líka haldið, að hún hefði alveg gleymt sálgæzlunni, ef orðið kæmi ekki fyrir á einum stað í nefndarálitinu. „Þar sem sálgæzla presta er nokkur“, segir á bls. 96. Með þess- um orðum er nefndin að gefa það í skyn, að ýmsir prestanna vanræki alveg veigamesta þáttinn, sem á að vera, í starfi þeirra. Það er þungur dómur — en sem betur fer aðeins sleggjudómur. Nefndina brestur kunnugleik til að gjörast dómari í þessu máli. Islenzkir prestar vinna sálgæzlustörf sín í kyrþey og hafa unn- ið á liðnum öldurn, og stundum meira að segja svo, að hvorki þeim sjálfum né þeim, er þeir áttu tal við, hefir verið það ljóst. Er líklega sú sálgæzlan bezt, þegar vinstri höndin veit ekki, hvað sú hægri gefur. Einn af ágætustu prestunum hér á landi hefir sagt mér, að einhverjar unaðslegustu stundirnir í prestsskap sinum hefðu verið þær, er honum var fylgt bæ frá bæ á húsvitj- anaferðum og fylgdarmaður sagði honum allan hug. Urðu þær trúnaðarviðræður upphaf að æfilangri vináttu, og ég get þess nærri, hver blessun hafi oft hlotist af. „Sifjum es þá blandit hverr es segja ræðr einum allan hug“. Þessi hönd verða áreiðanlega miður tengd og treyst samkvæmt

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.