Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Side 11

Kirkjuritið - 01.07.1936, Side 11
Kirkju'ritið. Kirkjufundur. 265 Veikindin mörgu tala þar harla oft sínu móli. Getur trúin komið hér lil hjálpar — gefið vaxandi viðnámsþrótt — kraft liið innra manninum til hjálpræðis í þjáningastríði? Hér er mynd úr nútímalífinu, mynd sem eitt tímarita vorra hefir birt. Hún sýnir oss unga íslenzka konu í sjúkrahúsi í Dan- mörku. Iiún var búin miklum hæfileikum og framtiðin virtist glæsileg. En svo kemur þjáningin. Hún verður að leggjast í sjúkrahús og fótatak dauðans nálgast með hverri viku. Mitt í blóma æskunnar, þegar framtíðarvonirnar eru bjartast- ar og lífsþráin heitust, sjáum vér þessa konu liggja á sjúkrabeði og verða að hlusta á þetta fótatak nálgast. Hvað væri eðlilegra en að henni væri heiskja i hug og ótti í brjósti? Hvað væri eðli- legra en að bölsýni og myrkur legðist að slíku hjarta? En hvað sjáum vér á þessari mynd? Vér sjáum fullkomlega hug- bjarta konu, sem hvern dag lofar Guð fyr.r, að hann hefir fyrir Krist blessað hana með hverskonar andlegri blesrun. Friður og þakkiæti Ijóma út frá henni, og hún festir með saumi á silki- borða vitnisburð sinn um þetta og sendir vini sínum til íslands. A horðanum stóðu þessi orð: „Guð er kærleikur". Hvílík ljómandi birta, þar sem búast hefði mátt við myrkri! Hvílíkt dásamlegt hjálpræði, er sigrar vald þjáninganna! Hvílíkur kraftur hið innra fyrir trúna, sem frelsar og Kristur gefur! Hugsum oss þann möguleika, að eittlivert kvöldið hefði þessari konu verið fengið blað í hönd eða hátalari útvarps verið hengd- ur upp í stofu hennar, og að í gegnum þessi menningartæki hærust til hennar raddir, er reyndu að svifta hana þessum krafti — veikja möguleika hennar til þess að hagnýta hann, með því að tortryggja hann og liæðast að kristinni trú. Hver myndi géta mælt sliku bót? Myndum vér, ef vér stæðum að slíkum verkn- aði, ekki gera oss sek um helgisaurgun ? En hverjum dettur í hug, að það sé aðeins þessi eina kona, sem svona er ástatt um? Nei — vér erum öll undir þjáninguna seld. Hún er í margbreytilegum myndum fastur liður í því stigi þróunar, sem vér erum á — þrátt fyrir ailar framfarir og menn- ingu. Fáum tekst að flýja liana til lengdar og engum að öllu leyti. í lífi alls þorra manna er hún í einliverri mynd þyngsta byrðin. Því þurfum vér öll á þessum krafti hið innra að halda, kr fti trúarinnar, er bjartastan viðnámsþrótt getur gefið í vanda þjóninganna. Þurfum ekki siður en fyrri kynslóðir að hlusta efl- ir orðum frelsarans: „Komið lil mín allir þér, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veit yður hvíld“. ,,Ég er ljós heimsins. Hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ijós

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.