Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 20
271 Kirkjufiindur. KirkjuritiÖ. að Kirkjuherinn byggir á kenningargrundvelli ensku kirkjuunar, og hefir kirkjuna að baki og starfar í sambandi við hana úti um alt England. Hefir Kirkjuherinn unnið stórmikið starf meðal hinna fátækaii stétta, bæði með beinni fjárhagslegri aðstoð og kristindómsboðun meðal þessa fólks. Þetta er lingöngu leik- mannastarf. Stofnandinn, Wilson Carlile, var upphaflega kaup- maður, nú fjörgamall, 89 ára, en þó með furðanlegum starfskröft- um. Kirkjuherinn hefir skóla fyrir starfsmenn sína, þar sem þeir fá allmikla og praktiska mentun. Virtist mér þessi starfsemi mjög vinsæl alstaðar þar, sem ég kyntist henni eða heyrði hennar getið. Miðstöð starfsins er i London, geysimikið hús og vandað, og var þar merkilegt að koma. Á sama grundvelli starfar Kirkens Korshær í Kaupmannahöfn, enda virðist sniðinn eftir Kirkjuhern- um enska. Þannig mætti lengi nefna ýms félög'og stofnanir, sem vinna fyrir hina bágstöddu á mörgum sviðum. En auk þess er sú starfsemi, sem fram fer innan hvers safnaðar og heyrir safn- aðarstarfseminni til. Er mjög algengt i kirkjum erlendis að sjá við dyrnar samskotabauk, sem á eru letruð orðin: Til fátækra, og stundum er sérstök fjársöfnun eða samskot í þessu augnamiði, og er fénu siðan ráðstafað eftir því sem þörfin krefur. Þá er oft séð fyrir hjúkrun eða hjálp við heimilisstörf o. s. frv., að ógleymd- um hinum svonefndu dagheimilum, þar sem mæður geta látið börn sin dvelja á daginn. Kem ég þá að þvi starfi leikmanna, sem ég nefndi fræðslustarf- semi i hinni kristilegu trú og boðun fagnaðarerindisins meðal mannanna. Ég nefni þá fyrst sunnudagaskólana, sem mjög eru algengir bæði á Norðurlöndum og i Englandi. Var mér sagt, að þeir væru svo algengir í Englandi, að þar væru fáir söfnuðir, jafnvel í sveitum, þar sem ekki væri sunnudagaskóli starfandi. Hér á landi munu menn lítt kunnir þessari starfsemi, nema í kaupstöðum landsins, og tel ég því rétt að skýra með fám orðum, hvað luin er og hvernig starfað er. Sunnudagaskólar eru kristi- legar samkomur fyrir börn og við barna 'hæfi. Krefst hún oft allmargra starfsmanna, og að vísu eftir fjölda barnanna, því að þeim er oft skift í flokka, og þannig, að hver starfsmaður talar við sinn flokk. Hér er að sjálfsögðu um samtal að ræða, en ekki ræður, börnin lesa ritningargreinar og vers, sem þau síðan eru reynd í. Svo er líka oft stutt ávarp til allra í einu og að sjálfsögðu sungin vers og sálmalög o. s. frv. Er þessi starfsemi vinsæl og þátttaka oft mikil, enda eru sunnudagaskólar þessir mjög nauð- synlegir, þar eð börn geta eðlilega ekki liaft not hinnar almennu guðsþjónustu safnaðarins. Þá má nefna hin kristilegu skátafélög, sem starfa í sambandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.