Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 12
266 Kirkjufundur. Kirkjuritið. lífsins“. Og vér þurfum að lilusta á vitnisburð þeirra, sem öðlast hafa fyrir Krist kraft og Ijós inn í líf sitt og vitna um „þá náð að eiga Jesúm einkavin í hverri þraut“. Ég nefndi áðan dauðann sem fast lögmál, er vér erum háð. Einar Jónsson hefir gert mynd af deyjandi unglingi. Jarðvit- und lians er að nokkuru orðin lokuð, en æðri sýn að opnast. Hann sér dánarbeðinn vera umkringdan yndislega fögru landslagi. Blár himinn hvelfist yfir. Bjartur geisli stafar frá honum niður, nokkuru framan við sjúkrabeðinn. í geislanum birtist Kristur og breiðir faðminn móti deyjandi unglingnum. En hann rís upp frá beðin- um og teygir fagnandi hendurnar móti manninum mesta. Hefði listamaðurinn sett hönd á þessa mynd — hönd, sem væri að reyna að draga svart tjald fyrir þessa sýn hins deyjandi ungl- ings — með hvaða orðum ættum við að lýsa verknaði slíkrar handar? Eða ef ástvinur hins deyjanda ungmennis sæti við þennan sjúkrabeð og með einhverju menningartæki nútímans væri verið að spilla trúaraugum hans, svo að hann gæti ekki séð með þeim ljósið á bak við myrkur dauðans. Hvaða dóm ætti slík notkun menningartækja skilið? Það er sagt, að þegar Baldur liinn bjarti Ás var veginn af Heði hinum blinda að ráði Loka, hafi sá atburður verið „hit mesta óhapp, er unnit hafi verit með goðum“. „Og gráturinn kom upp, svá at engi mátti öðrum segja með orðunum fiá sínum harmi“. Myndi ekki sagan fclla líkan dóm yfir oss, ef vér tækjum að vega að Kristi i sálum mannanna? — Vega að þeirri skapgerð, trú 03 lífsskoðun, er hann gefur og reynslan sýnir, að felur í sér öflugan hjálpræðismátt í baráttu manna, jafnvel þeirri erfið- ustu, baráttunni við synd, þjáningu og við gátur dauðans? — Og myndi ekki, ef sú leiða viðleitni tækist nokkuð alment, brátt taka að dimma yfir, þótt nóg væri af rafljósum og samkomusöl- um — og „gráturinn koma upp, svo engi mætti öðrum segja með orðunum frá sinum harmi“. Því gæti hver sá, er hyggst standa, vel að sér, að hann ekki falli. Til falls í þessum skilningi telst ekki það eitt, að vera andvígur kristinni trú og telja hana úrelta, heldur líka aðgerðarleysið og áliugaleysið fyrir eflingu kristindómsins — skortur á persónu- legri þátttöku í þeim félagsskap og þeirri starfsemi, sem keppir að halda merki kristindómsins á lofti. Niður fyrir þetta þrep lætur margur fallast um eitthvert skeið og verður með því all- drjúgur liðsmaður þeirra, sem sljóvga eða loka vilja vitund kyn- slóðarinnar fyrir sannindum og gildi trúarinnar. Enn alvarlegra fall í þessu efni væri það, ef um einhvern af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.