Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 34
288
Kirkjufundur.
Kirkjuritið.
Og loks er fjórða atriðið, kirkjulegur lýSskóli. í tiltölu við
fólksfjölda eigum vér íslendingar marga lýðskóla, svo aS mörg-
um gæti virzt það vera að bera í bakkafullan lækinn, ef kirkjan
stofnaði slíka skóla. En Jjetta er nú eitt af þeim nauðsynjamálum,
sem kirkjan þarf að keppa að. Að vísu er mér ekki ókunnugt um,
aS hér munu vera fjárliagsöröugleikar, en ef viljinn er nægur og
trúin sterk, þá mun þetta geta tekist, því aö reynslan sannar,
að trúin og góður ásetningur geta flutt fjöll.
Góðir áheyrendur! Ég veit, að margir hefðu reifað þetta mál
betur en ég hef gert hér í dag, en ég bið yður að taka viijann
fyrir verkið. En áður en ég lýk máli mínu, vildi ég mega hæta
hér nokkuru við. Allir vér, sem unnum kirkju og kristindómi, hljót-
um að gera oss ljósa þá staðreynd, að sterkustu átökin eru nú
sem stendur á milli kirkjunnar annarsvegar og guðsafneitara
hinsvegar. Það er barist til úrslita. Hlutverk kirkjunnar er það,
að vera stríðandi kirkja, og her henni því að sækja á og' gera kröfu
til þess að vera andleg móðir. Andstæðingar hennar hafa mjög
reynt að fá æskuna í lið með sér. Hún er næm fyrir áhrifum, og
hún er meira, hún er vorgróður þjóðar vorrar. Með henni rís upp
ný kynslóð, en hin gamla fellur í valinn. Þessi nýja kynslóð mun
hafa framtíð þessa lands í hendi sinni. Hagur og framtíð liundraða
og þúsunda æskumanna, sem nú eru að leggja út í lífið, fereftir því,
hvern árangur starf vort her, hvort vér göngum ötulir til sán-
ingarstarfsins sem trúir verkamenn í víngarðinum, eða ekki. Og
ef vér öll gengjum fram kristnir bræður og systur í krafti þeirr-
ar trúar, sem leggur oss þetta kjörorð i munn: „Áfram Krists-
menn, krossmenn, kongsmenn erum vér“, þá sæist brátt mikill á-
rangur. Tölum til æskunnar. Vekjum hjá henni tilfinninguna
fyrir hinni göfugu hugsjón kristindómsins. Tölum til þróttarins
og karlmenskunnar hjá þeim ungu og hvetjum þá til framtaks og
dáða, og vér munum sjá þróttmikla æsku -— kristna æsku rísa
upp. Það er ekki sofandi eða örvæntandi og efagjörn æska, heldur
gunnreif æska full að dirfsku og eidmóði — æska, sem finnur
göfugar hugsjónir læsa sig um hverja taug. Hún hikar ekki við að
trúa á gildi þeirrar hugsjónar, því að á skjaldarmerki hennar er
skráð gullrúnum: Réttiæti, friður og fögnuður í kærleika. Þessi
æska her merkið hátt og djarft, syngur í sannri og heilbrigðri
lirifningu í anda skáldsins, sem vér öll þekkjum: „Vor Guð er
horg á hjargi traust, hið hezta sverð og verja — hans armi studdir
óttalaust vér árás þolum liverja".
Bregðumst engin kallinu að láta slíka æsku verða lil — slíka
kynslóð, sem í framtíðinni her uppi merki Iírists.