Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 5
Kirkjuritið.
Dr. Jón biskup Helgason.
259
með þakklæti á þessum tímamótum í æfi lians. Læri-
sveinar hans minnast ágæts kennara, skemtilegs og fjör-
mikils, öruggs talsmanns samvizkufrelsis og víðsýnis í
trúmálum, og eldra safnaðarfólk hér í Reykjavik pré-
dikunarstarfs af eldmóði og krafti á 2. áratug'. Og allir
hljóta að viðurkenna frábæra iðjusemi og dugnað bisk-
upsins og að honum kippi um hvorttveggja í kynið til
afa síns, séra Tómasar Sæmundssonar.
Þegar biskup tók við síðasta embætti sínu, dáðist hann
mjög að því, hve alt hefði verið í mikilli röð og' reglu
hjá fyrirrennara sínum, Þórhalli hiskupi. En hið sama
segja þeir um starf hans sjálfs, sem bezt þekkja til
Hann hefir vísiterað alt landið og safnað fádæma fróð-
leik um kirkjur og kirkjueignir, enda er óvíst, að nokk-
ur núlifandi manna standi honum framar að þekkingu á
sögu þjóðarinnar. Á yfirreiðum sínum hefir hann einn-
ig unnið það verk, sem enginn biskup hér á landi liefir
orðið til á undan honum. Hann liefir gjört uppdrátt af
öllum kirkjum landsins, og' er það hið merkilegasla
safn. Ýmsir prestar hafa liaft hug á því, að þær myndir
yrðu gefnar út á þessu ári í heiðursskyni við biskup, en
þess er því miður enginn kostur sökum þess, hve út-
gáfan myndi verða dýr. Hefir ritstjórn „Kirkjuritsins"
því farið þess á leit við biskupinn, að ritið mætti birta
smám saman ýmsar af myndum hans, og fengið góðar
undirtektir.
Stjórn Prestafélags íslands gjörði hiskupinn að heið-
ursfélaga þess á sjötugsafmæli lians, og' hafði um það
þessi orð:
„Stjórn Prestafélags íslands sendir yður herra biskup
dr. theol. Jón Helgason hugheilar árnaðaróskir sínar á
sjötugsafmæli yðar. Jafnframt minnist hún þess, að þér
áttuð frumkvæði að stofnun félagsins, og þakkar vel-
vild yðar og störf í þágu þess frá upphafi til þessa dags.
Hefir félagsstjórnin þvi á fundi sínum þann 16. þ. m.
kjörið yður heiðursfélaga Prestafélags íslands. Um leið
17*