Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Síða 25

Kirkjuritið - 01.07.1936, Síða 25
KirkjuritiS. Kirkjufimdur. 279 máiiaSa tíma. Á yfirstandandi starfsári, 1935—36, hafa verið og eru þessi námskeið: 1. Fyrir sunnudagaskólakennara. Námsgreinar: Bibliufræðsla, trú og siðgæði, barnasálarfræði, uppeldisfræði, söngur, prakt- iskar æfingar í starfinu, tal og lesæfingar og kensla í hánda- vinnu fyrir börn. 2. Fyrir slarfsmenn við kristileg æskulýðsfélög. Námsgreinar hinar sömu, og auk þess kirkjusaga, fyrirlestrar um tilgang og starfsaðferðir æskulýðsfélaga og síðan praktiskar æfingar í að flytja erindi o. s. frv. 3. Fyrir barnaskólakennara, sem vilja vinna að kristilegu og kirkjulegu starfi. Námsgreinar likar. 4. Stutt námsskeið í heimilisiðnaði og handavinnu. Er þetta námskeið einkum fyrir konur, sem taka þátt í hinum svo- nefndu vinnuhringum í söfnuðunum, þar sem hlutir eru gerðir til sölu til ágóða fyrir safnaðar og kirkjulega starfsemi. 5. Fyrir stjórnendur biblíulestrarfunda. 6. Hússtjórnarnámskeið, þar sem kent er ýmislegt, sem að heim- ilisstörfum lýtur, en auk þess áherzla lögð á það, sem gert geti heimilin að kristnum heimilum og andi Krists megi þar búa og ráða. 7. Undirbúningsnámskeið fyrir diakonissur og hjúkrunarnema. 8. Fyrir kenslukonur við smábarnaskóla og smærri barnaskóla. Ég hefi sagt hér frá yfirstandandi starfsári, en mjög er það breytilegt frá ári til árs, hversu námsskeiðum er liagað og hverj- um þau eru ætluð. Til dæmis verður á næsta ári námskeið fyrir |)á, sem vinna vilja að mannúðar og fátækra starfsemi. Aðsókn að námsskeiðum þessum er mjög góð, og stundum eru umsóknir miklu fleiri en unt er að sinna. Það er eftirtektarvert um þennan skóla, að að lionum stendur öll kirkjan óskift, og heyrði ég þess hvergi getið, að í afstöðunni til hans skiftust menn í flokka eftir guðfræðilegum stefnum og flokkum. Og þessi starfsemi hefir þeg- ar borið mikinn árangur. Sagði mér einn kennarinn t. d., að tala sunnudagaskólabarna hefði á seinustu árum þrefaldast frá því sem áður var. Skólinn tók lil starfa laust eftir 1920. Sigtún eru lítill bær skamt frá Stokkhólmi. Þar eru nú 3 skólar, lýðháskóli, mentaskóli og svo leikmannaskólinn. Einu sinni var þessi staður mikill og frægur og miðstöð trúboðs í þessu landi, en nú er hann endurreistur til mikillar virðingar um alla Sviþjóð, og er víðar þektur vegna þess starfs, sem þar fer fram nú. Sá sem þar á ríkjum að ráða og gert hefir garðinn frægan er Manfred Björkquist, rektor lýðháskólans og í skólastjórn hinna

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.