Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 38
292 Kirkjufundur. Kirkjuritið. vík. Hafði tillaga þessi þegar verið borin fram fyrsta fundardag- inn undir dagskrárliðnum „Prestakallaskipun og söfnuðir“. En þegar það kom í ljós, að það var ekki prestakallaskipunin, sem tillögumenn vildu hrófla við, heldur prestarnir, þótti það sýnl, að tillaga þeirra yrði að ræðast undir síðasta dagskrárlið: „Önn- ur mál“. Ýmsir höfðu skilið svo undirskriftirnar undir tillögunni, að hún væri borin frain í nafni K. F. U. M. En það var misskiln- ingur, og var hann leiðréttur í heyranda hljóði síðasta fundar- daginn. Mun mörgum liafa þótt vænt um það. Ásmundur Guðmundsson tók þá fyrstur til máls og talaði eitl- hvað á þessa leið: Kirkjufundur okkar á ekki að taka sér dómsvald um það, hvaða prestar eigi að vera i embættum og hverir ekki. Hann er enginn synodalréttur yfir prestum. Hann er ekki lieldur í raun og veru bær um það, að skera úr því, liverir liafi rétt til að vera prestar og hverir ekki. Prestarnir verða að lialda þann reikning við sjálfa sig frammi fyrir Guði og samvizku sinni. En til þessarar tillögu mun enginn þeirra taka tillit. Hún er móðgun við íslenzka prestastétt, gefur það í skyn, að prestar rjúfi vígsluheit sín. En þeir liafa aldrei unnið það heit, að trúa allri Ritningunni, og játningarritin eru ekki nefnd einu orði í vigsluheiti þeirra. (Hvaða prestur skyldi t. d. vilja kenna það, að börn, sein dæju óskírð, lireptu eihfa glötun?). En setjum svo, að prestarnir vildu fara eftir þessari tillögu, þá myndu jieir flestallir hverfa úr prestsstöðu. Að minsta kosti lýsti einn þeirra því yfir um sig i fyrrakvöld, og hefir liann þó verið talinn til íhaldssamari guðfræðinga. Ætli það yrði gróði fyrir þjóðina á þessum hættutímum andlega og siðferðilega, að missa prestastéttina að miklu eða öllu leyti? Ef til vill munu tillögumenn skýra orð hennar svo, að ekki sé átt við það að trúa allri Ritningunni bókstaflega. En ég hygg þó, að hver maður, sem les tillöguna skýringarlaust, muni liik- laust taka hana svo, að allri Ritningunni skuli trúa bókstaflega spjaldanna á milli. Þurfi nú heil ritgerð að fylgja tillögunni til skýringar, þá fer hún að vera gölluð í meira lagi. Markmið þessa kirkjufundar og annara slíkra er það, að treysta samtök kristinna manna í landinu og efla samstarf þeirra til sókn- ar og varnar gegn öflum lieiðninnar. Það væri ekki vitur flokkur, sem tæki að berjast innbyrðis, áður en hann iegði til orustu við óvinaherinn. Ef við ætlum að slíta friðinum okkar í milli, þá mun okkur þrjóta dug. Því að með því skerum við á líftaugina, sem tengir okkur við Krist. Það er engin trygging fyrir hæfileik presta né leikmanna til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.