Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Side 38

Kirkjuritið - 01.07.1936, Side 38
292 Kirkjufundur. Kirkjuritið. vík. Hafði tillaga þessi þegar verið borin fram fyrsta fundardag- inn undir dagskrárliðnum „Prestakallaskipun og söfnuðir“. En þegar það kom í ljós, að það var ekki prestakallaskipunin, sem tillögumenn vildu hrófla við, heldur prestarnir, þótti það sýnl, að tillaga þeirra yrði að ræðast undir síðasta dagskrárlið: „Önn- ur mál“. Ýmsir höfðu skilið svo undirskriftirnar undir tillögunni, að hún væri borin frain í nafni K. F. U. M. En það var misskiln- ingur, og var hann leiðréttur í heyranda hljóði síðasta fundar- daginn. Mun mörgum liafa þótt vænt um það. Ásmundur Guðmundsson tók þá fyrstur til máls og talaði eitl- hvað á þessa leið: Kirkjufundur okkar á ekki að taka sér dómsvald um það, hvaða prestar eigi að vera i embættum og hverir ekki. Hann er enginn synodalréttur yfir prestum. Hann er ekki lieldur í raun og veru bær um það, að skera úr því, liverir liafi rétt til að vera prestar og hverir ekki. Prestarnir verða að lialda þann reikning við sjálfa sig frammi fyrir Guði og samvizku sinni. En til þessarar tillögu mun enginn þeirra taka tillit. Hún er móðgun við íslenzka prestastétt, gefur það í skyn, að prestar rjúfi vígsluheit sín. En þeir liafa aldrei unnið það heit, að trúa allri Ritningunni, og játningarritin eru ekki nefnd einu orði í vigsluheiti þeirra. (Hvaða prestur skyldi t. d. vilja kenna það, að börn, sein dæju óskírð, lireptu eihfa glötun?). En setjum svo, að prestarnir vildu fara eftir þessari tillögu, þá myndu jieir flestallir hverfa úr prestsstöðu. Að minsta kosti lýsti einn þeirra því yfir um sig i fyrrakvöld, og hefir liann þó verið talinn til íhaldssamari guðfræðinga. Ætli það yrði gróði fyrir þjóðina á þessum hættutímum andlega og siðferðilega, að missa prestastéttina að miklu eða öllu leyti? Ef til vill munu tillögumenn skýra orð hennar svo, að ekki sé átt við það að trúa allri Ritningunni bókstaflega. En ég hygg þó, að hver maður, sem les tillöguna skýringarlaust, muni liik- laust taka hana svo, að allri Ritningunni skuli trúa bókstaflega spjaldanna á milli. Þurfi nú heil ritgerð að fylgja tillögunni til skýringar, þá fer hún að vera gölluð í meira lagi. Markmið þessa kirkjufundar og annara slíkra er það, að treysta samtök kristinna manna í landinu og efla samstarf þeirra til sókn- ar og varnar gegn öflum lieiðninnar. Það væri ekki vitur flokkur, sem tæki að berjast innbyrðis, áður en hann iegði til orustu við óvinaherinn. Ef við ætlum að slíta friðinum okkar í milli, þá mun okkur þrjóta dug. Því að með því skerum við á líftaugina, sem tengir okkur við Krist. Það er engin trygging fyrir hæfileik presta né leikmanna til

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.