Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 18
272
Kirkjufundur.
KirkjuritiÖ.
á sviöi líknarmálanna, enda á hún venjulega á að skipa mörgum
starfsmönnum með sérmentun, oft víðtækri og góðri. í Mótmæl-
endakirkjunum hefir hins vegar verið meiri þörf leikmannastarf-
semi, enda hefir hún aukist mjög á seinni árum, einkum á síð-
ustu öld, og um leið öll þátttaka leikmanna í hinni kirkjulegu-
starfsemi og hlutdeild i stjórn og meðferð þeirra mála. Er þetta
líka rélt stefna og eðlileg, því að kirkjan er alment samfélag allra,
sem í kirkjunni eru, og eru starfsmenn kirkjunnar, prestarnir,
ekki nema lítið brot og ekki annað en þjónar hins mikla meiri
hluta, enda þótt þeir vegna sérmentunar sinnar og embættis
hafi að vísu greinilega sérstöðu. Og með því að skilningur á þessu
hefir farið vaxandi og þar eð mjög verulegar breytingar hafa
orðið í lífi þjóðanna, mentun og menningu, félagslífi og við-
liorfum öllum, hefir kirkjan tekið upp ýmiskonar nýjar starfsað-
ferðir og ný starfssvið, og hefir þá orðið nauðsyn á meira samstarfi
presta og leikmanna og á beinni þátttöku leikmanna í hinu kirkju-
lega starfi. En þá mætti spyrja: Hvað er kristin leikmannastarf-
semi, og hver eru þau störf, sem leikmenn hafa einkum fengist við
og helgað krafta sína? Venjulega er það talin leikmannastarfsemi,
sem framkvæmd er af öðruin en þjónum kirkjunnar, sem feng-
ið hafa sérmentun til þess starfs og hafa verið til þess vigðir.
En eins og gefur að skilja, eru oft, þó um leikmannastarfsemi sé
að ræða, allmikil afskifti kirkjunnar manna af þeim, enda á
svo að vera. Hér á að vera um samstarf að ræða. En þeir starfs-
þættir, sem leikmenn hafa einkum unnið að, eru þessir:
1. Þálttaka og stjórn safnaðarmála, öflun fjár og meðferð þess,
yfir liöfuð alt, sem lítur að rekstri safnaðarstarfseminnar. Og
svo á víðtækara sviði, þátttaka í stjórn hinna kirkjulegu mála,
að þvi er, snertir kirkjuna sem heild.
2. Allskonar mannúðar, líknar og fátækrastarfsemi, þar sem
kirkjan vill koma fram sem hinn miskunnsami Samverji í erf-
iðleikum mannanna,' fátækt, sjúkdómum og margskonar böli
3. Fræðslustarfsemi í hinni kristilegu trú og boðun fagnaðarer-
indisins meðal mannanna.
Ég hefi nefnt hér fjármálin, en þau eru allaf og alstaðar veiga-
mikill þáttur í allri safnaðarstarfsemi og kirkjulegu starfi. Og
hvort sem kirkjan nýtur fjárhagslegs stuðnings frá ríkinu eða á
sjálf eignir, eins og í Englandi, þá verður livergi hjá því komist,
að afla fjár með gjöfum og frjálsum samskotum og á ýmsan ann-
an hátt, kemur þá óhjákvæmilega til kasta leikmanna að annast
og stjórna þessari hlið fjármálanna. Vakti það sérstaka athygli
mína í Englandi, hversu leikmenn þar liöfðu ríka tilfinningu fyrir
fjárþörf safnaðanna og kirkjunnar, og hversu menn þar lögðu