Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 48
302 Prestastefnan. KirkjuritiS. tíma, sein úr öllum áttum lcveöa við áfellisdómar um svefn og áhugaleysi íslenzks safnaöarfólks um kirkjuleg efni. Það er og næsta eftirtektarvert, hve áhugi manna fer sívaxandi á að skreyta kirkjur sínar og aS búa þær sem hezt út aS þvi er snertir öll instrumenta og ornamenta. ÞaS verður áreiðanlega ekki sagt, að fórnfýsi manna hvaS þetta snertir sé í rénun. Og því má bæta viS, að víðast eru það konur safnaðanna, sem bezt ganga fram í þvi að sýna kirkjum sínum þennan sóma og kærleiksvott, sem oss má vera hið mesta gleðiefni á sama tíma, sem kirkja landsins á svo víða í vök að verjast. Hingað til hefir gengið allgreiðlega aS fá alt efni til slíkra hluta frá útlöndum, en á því hefir orðið nokkur breyting síðastliðið misseri vegna gjaldeyriserfiðleika, sem fara dag frá degi vaxandi. Kveður svo ramt að þeim erfiðleikum, að lielzt lítur svo út, sem þeir ætli einnig að fara að verða þrösknld- ur á vegi þess, að prestsíbúðir fáist reistar, enda þótl nægilegt fé sé fyrir hendi. Þannig hefir verið áformað að koma upp nýrri íbúð fyrir prestinn á Hvanneyri í Siglufirði, fé verið veitt til þess, teikning samþykt og útboð fengið með góðum kjörum. En svo virðist alt ætla að stranda, vegna þess að ekki fæst innflutn- ingsleyfi fyrir byggingarefni. — Á næstliðnu ári var tekið aS reisa nýja prestsíbúð í Laufási og mun smíði hennar verða lokið nú í sumar. Aðrar nýbyggingar á prestssetrum man ég ekki til að um sé að ræða næstliðið fardagaár. Hvort nokkurt prestsseturs- hús (ef Iivanneyrarhúsið kemst eigi upp) fæst reist á þessu ári, tel ég vafasamt, enda ágerist peningaeklan dag frá degi, og Kirkju- jarSasjóðurinn, sem einkum hefir verið gripið til hin síðari árin, er koma þurfti upp nýjum prestsíbúðum eða gera við hinar eldri, eða koma upp peningshúsum samkvæmt lögum þar að lútandi, má nú heita þurausinn. Veldur þar um mestu m. a. það, hve ó- sleitilega hefir verið gengið í hann undanfarin erfiðleikaár, og þá jafnframt hitt, hve erfiðlega lánþegum hefir gengið með allar ársgreiðslur til sjóðsins á yfirstandandi krepputímum. Hið sama má að nokkuru leyti segja um greiðslur til hins almenna Kirkju- sjóðs af lánum kirkna. Vanskilin við hann ágerast. Við siðustu áramót voru t. a. m. alt að 2 þús. krónum útistandandi af árs- vöxtum, auk þess, sem ekki fékst greitt af afborgunum lán- anna. Vitanlega orsakast þetta af því, hve erfiðlega gengur með innheimtu kirkjugjaldanna vegna peningaleysis manna á milli. Þó finst mér annað enn tilfinnanlegra í þessu sambandi og það er, hve sljóir margir reikningshaldarar kirkna eru fyrir vanskilum sínum. Þeim dettur fæstum í hug, að gera reikningshaldara Kirkju- sjóðs nokkura afsökun vegna vanskilanna. Mest brögð hafa orðið að þessu á Austurlandi, enda þótt víðar sé pottur brotinn í þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.