Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 8
262 Kirkjufundur. Kirkjuritið. KRAFTUR TRÚAR OG KÆRLEIKA. PRÉDIKUN SÉRA ERLENDS ÞÓRÐARSONAR. Hefir þú lesið Efesusbréfið? Engin nútímaprédikun jafnást á við ])að. Og þó er bréf j)etta — eftir því, sem það segir sjálft frá —ritað af bandingja í fanga- klefa. Við hvert orð, er bann ritar, hringlar í hlekkjunum, sem hendur lians eru bundnar með. — Hvað væri eðiilegra en að þessi þungu kjör hefðu sett mót sitt á efni þessa bréfs? Hvað væri eðlilegra en að andvörp hins hlekkjaða manns kæmu fram í þessu riti hans? — En þess sjást engin merki. Þegar í upphafi þessa bréfs kemur liugur Páls á móti oss þróttmikill og bjartur af lofgjörð: „Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem i himinhæðum liefir fyrir Krist blessað oss með hverskonar andlegri blessun“. Og þessi hugar birta er yfir öllu bréfinu til enda; innileg lofgjörð til Guðs fyrir náð hans og elsku og öll af- rek Krists mönnunum til hjálpræðis. Jafnframt ritar hann föðurlegar áminningar til lesendanna, svo sem þessi orð: „Og vér eigum ekki að halda áfram að vera börn, sem hrekj- ast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi, tæld af slægum mönnum með vélabrögðum villunnar, heldur að ástunda sannleika í kærleika og vaxa að öllu upp til hans, sem er höf- uðið — Kristur“. „Látið hverskonar beiskju, ofsa, reiði hávaða og lastmæli vera fjarlægt yður, en verið góðviljaðir hver við annan, miskunn- samir, fúsir að fyrirgefa hver öðrum eins og líka Guð hefir í Kristi fyrirgefið yður“. Aðeins á einum stað víkur hann að hag sínum, ekki kvartandi, heldur hughreystandi: „Ég bið, að þér látið ekki hugfallast út af þrengingum mínum; þær verða yður til blessunar". Við lestur ])essa bréfs — við hrífandi kærleiksyl þess — við hina miklu birtu lofgjörðar og öryggis, sem út frá því skín, verð- ur maður að áiykta: Hvílíkur kraftur er hér ekki að verki — kraftur, sein hefir fengið fangann til þess að gleyma jafnvel hlekkjunum um höndina, er hann ritar með! Vér vitum, hvaðan hann öðlast þennan andlega mátt, er hann á öðrum stað lýsir sem friði Guðs í sálunni, sem æðri sé öllum skilningi. Hann bendir lesendunum á þennan mátt í textanum, er ég las, og bið- ur um hann þeim til handa — biður um kraft Guðs anda bið innra með þeim — að Kristur mætti fyrir trúna búa í hjörtum þeirra og þeir verða rótfestir og grundvallaðir i kærleika. Þetta er söguleg staðreynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.