Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Qupperneq 19

Kirkjuritið - 01.07.1936, Qupperneq 19
Kirkjurilið. Kirkjufundur. 273 fram miklar fórnir fjárliagslega til allrar kirkjulegrar starfsemi. Ég nefni jiessi mál, enda þótt þetta heyri ekki undir leikmanna- starfsemi í þrengri merkingu þess orðs. En hinsvegar er þess full þörf hér á landi, að skilningur vakni fyrir því, að til þess að með réttu sé unl að krefjast mikillar kirkjulegrar starfsemi þarf fé, fram hjá þvi verður ekki komist, og það fé verður að koma frá leikmönnum, um hendur þeirra og fyrir áhuga þeirra og fórnfýsi. í ensku kirkjunni fer fram fjársöfnun i lok hverrar guðsþjón- ustu, og enda þótt menn láti aðeins iítið eitt í hvert sinn, verður þetta oft allmikið fé, þegar saman kemur, því að þátttakan er al- menn.Auk þess eru svo framlög þeirra, sem skrifa sig fyrir ákveðn- um upphæðum á ári, og það fé, sem safnað er á samkomum og á ýmsan annan hátt í sérstöku augnamiði. Hinsvegar eru þar í landi ekki lögboðin kirkjugjöld eins og hér. Þvi fé, sem þannig safnast, er svo varið til reksturs safnaðarstarfseminnar, sem oft er mjög mikil, og svo til þarfa kirkjunnar sem heildar. Greiða söfnuðir þar árlegt gjald til almennrar kirkjulegrar starfsemi. Hinsvegar þarf venjulega litlu eða engu af þessu fé að verja í launagreiðsl- ur, til þess hrökkva hinar ensku kirkjueignir að miklu leyti. Ég hefi hér nefnt England sem dæmi, en einnig á Norðurlöndum er alstaðar safnað fé með frjálsum samskotum. Hjá því verður hvergi komist. Ég kem þá að mannúðar og líknarmálunum, en á þeim sviðum hafa leikmenn unnið mikil og merkileg störf í öllum löndum. Er þá um tvent að ræða: Annarsvegar er sú mannúðarstarfsemi, sem framkvæmd er innan hvers safnaðar, hjálp til handa fátækum, sjúkum og öðrum bágstöddum. Hinsvegar stór félög og stofnanir, sem þá oft ná yfir stór svæði, stundum landið alt. Alþektar eru á Norðurlöndum diakonissu reglurnar, sem komið hafa upp mörg- uni sjúkrahúsum og hælum. Svipar þessum reglum að ýmsu til systrareglna kaþólsku kirkjunnar, sem vér þekkjum hér á landi, nema að því, að diakonissurnar geta yfirgefið starfa sinn hvenær sem þær óska. Þær fá auk hjúkrunarnámsins allmikla kristilega fræð^lu og lifa reglubundnu kristnilífi. Enda ber allur blær stofn- ananna ]>ess greinilegan blæ. Skoðaði ég slíka stofnun í Höfn. I Englandi er að sjálfsögðu fjöldi af stofnunum og hælum, þar sem mannúðar og liknarstarfsemi er framkvæmd í stórum stíl, enda þótt ég telji ekki ástæðu til að greina frá því hér. Ég nefni aðeins starfsemi Kirkjuhersins enska, The Church Army, en sú starfsemi er dálitið sérstæð og mjög merkileg. Kannast menn við hana af útvarpserindi, sem um þessa starfsemi liefir verið flutt. Svipar þeirri stofnun mjög til Hjálpræðisliersins að ýmsu leyti, enda skipulag og starfsaðferð mjög lík. Munurinn er aðeins sá, 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.