Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 21
Kirkjuritið.
Kirkjufundur.
275
við söfnuðina, félög, seni ég heyrði alstaðar getið að góðu einu.
Ég tala hér um kristileg skátafélög, því að þau eru tvennskonar,
annarsvegar þau, sem láta kristindóminn afskiftalausan, hinsvegar
þau, er hafa kristilegt uppeldi sem meginatriði og stefnuskrár-
atriði. í Englandi eru svo æskulýðsfélög, svo sem t. d. Crusaders,
Campaigners, Christian Endeavour o. fl., sem öll starfa í 2—3
aldursflokkum alt til tvítugs eða þrítugs aldurs. í stað þessara
félaga koma hinsvegar á Norðurlöndum K. F. U. M. og K.
Er það einkennilegt, að þótt þessi félagsskapur sé upprunninn í
Englandi, þá er hans þar að litlu getið nú. Sumstaðar eru auk
þessa bindindisfélög, sem þó starfa utan Góðtemplara reglunnar.
Þetta eru hin helztu almennu félög fyrir börn og unglinga, og
er mjög algengt, að í borgunum sé starfandi eitt eða fleiri slík
æskulýðsfélög, auk sunnudagaskólanna. Fyrir fullorðna eru svo
Menighedssamfund, t. d. mæðrafélög og svo nefndir og klúbbar,
sem starfa í sérstöku augnamiði, sauma og útbúa föt til fátækra
heimila, vinna að skreytingu og fegrun kirkjunnar, útbúa hluti,
sem síðan eru seldir til ágóða safnaðarstarfseminni. í Sviþjóð
er t. d. mjög algengt, að konur í sveitum útbúa ýmsa handunna
muni, í stíl hins forna og merkilega sænska heimilisiðnaðar, sem
síðan eru seldir í borgum og er eftir þeim sótt, svo mjög sem
Svíar heiðra og hlúa að þessari skemtilegu og þjóðlegu iðn. Ein
starfsemi er enn ónefnd, sem mjög víða tíðkast og sumstaðar
með ágætum árangri, en það eru bibliulestrarsamkomur. Ræðu-
maðurinn tekur þá ákveðinn texta til útskýringar, og er ræða
hans ekki predikun, heldur fremur biblíuskýring og fræðsla um
þau trúarlegu viðfangsefni og vandamál, sem textinn gefur tilefni
til. Getur þetta verið mjög nauðsynlegt, svo oft sem menn þrá
að fá útskýringu og fræðsiu, sem naumast verður mikið við kom-
ið i venjulegum stólræðum. Ég hefi nefnt hér ýmiskonar félaga
og safnaðarstarfsemi. Og gefur þá að skilja, að til þess að halda
slíkri starfsemi uppi, þarf ekki litla aðstoð leikmanna. Þvi að enda
þótt prestar safnaðanna hafi yfirstjórn og eftirlit allrar slíkrar
starfsemi, þá gefur að skilja, að þeir hafa ekki tíma til að lielga
þessu nema litinn hluta tíma síns. Hljóta því stjórnendur félag-
anna og þeir, sem þar eru aðalstarfsmenn, að vera leikmenn. Ég
kyntist allvel einum söfnuði í Cambridge í Englandi. Þar voru
hm 13 þúsund manns að meðtöldum þeim, sem tilheyrðu sértrúar-
llokkum. Þar voru 2 kirkjur, og starfsmenn auk sóknarprests-
ms 2 aðstoðai-prestar og stúlka, sem annaðist einkum starf meðal
kvenna í söfnuðinum og liafði fengið til þess sérstaka ment-
"n. Mundi þetta einhversstaðar þykja sómasamlega fyrir starfs-
niönnum séð. Menn beri saman ástandið hér i Reykjavík.
18*