Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Qupperneq 13

Kirkjuritið - 01.07.1936, Qupperneq 13
Kirkjuritið. Kirkjufundur. 267 oss væri hægt að segja, að hann hefði á sér yfirskin guðhræðsl- unnar en afneitaði krafti hennar — játaði Guð með vörunum til þess að sýnast, en hjarta hans væri Guði fjarlægt. Slíkir menn liggja vel við höggi. Þegar víkingablóð rann í æðum íslendinga, er sagt, að maður einn hafi vegið að öðrum manni eingöngu af því, að hann lá svo vel við höggi. Yfirskins trúræknin vekur áreiðanlega vigahug andstæðinga trúarinnar, og ef vér föllum niður á það þrep, leggjum vér andstæðingunum hið bitrasta vopn í hönd. — Páli var þessi hætta ljós, enda er þessi áminn- ing frá honum komin: „Því gæti hver sá, sem hygst standa, vel að sér, að hann ekki falli“. Páll var hugbjartur fyrir kraft trúarinnar — kraft Guðs i sálu sinni, jafnvel þótt hann væri bandingi í fangaklefa. Hann biður um þenna kraft oss til handa, að Kristur mætti fyrir trúna búa í hjörtum vorum og vér verða grundvallaðir í kærleika. Sagan vitnar um þennan kraft á liðinni tið og í nútíð. Lifið vitnar um hjálpræðismátt hans í margþættri lífsbaráttu manna og erfiðleik- um hér á jörðu. Vér þráum flest eða öll þennan kraft inn i líf vort, trúum á hjálpræði hans og munum hafa reynt það að einhverju leyti, þótt i veikleika sé. Vér viljum vernda skilyrðin fyrir öflum þessa máttar, forðast villandi kenningar og reyna að hindra framgang þeirra, en þó jafnan, eins og postulinn boðar, beiskjulaust og með bróðurhug. Fátt er leiðinlegra en þegar áhuginn fyrir góðu málefni breytist í ofsóknarhug gegn þeim, sem skilning virðist skorta á því. Freisting til þessa er á vegi margra, og má vera, að þeim sé nokkur vorkunn, þegar á það er ráðist, sem þeir telja lífinu dýrmætt. En verum minnug þess, að Guð hefir lagt eilifðina í brjóst allra manna, og þótt einhver í dag vilji lítt sinna eilífðarmálun- um, og reyni jafnvel að vinna gegn viðgangi þeirra, þá getur hann á morgun verið orðinn bróðir vor í starfi þeim til eflingar. Því að hann er undir því lögmáli, eins og vér, að þrá birtu og kraft, öryggi og kærleika inn í líf sitt — hann er undir þvi lög- máli, eins og vér: ,,Að hjarta mannsins er órótt, unz það hvílist í Guði“. Með þetta í huga viljum vér ganga til hins fyrirhugaða kirkju- fundar í dag. Guð blessi oss öllum þann fund og leiði störf hans þjóð vorri til heilla. Amen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.